Fræðslunefnd - 245. fundur - 14. nóvember 2006

Mætt voru: Halldór Halldórsson, formaður, Kolbrún Sverrisdóttir, Guðrún Anna Finnbogadóttir og Kristín Hálfdánsdóttir, Ingibjörg María Guðmundsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu, Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi.  Elías Oddsson boðaði forföll, í hans stað mætti María Valsdóttir.  Fundarritari: Ingibjörg María Guðmundsdóttir.



Leikskólamál


Mættar sem áheyrnarfulltrúar Jóna Lind Karlsdóttir f.h. leikskólastjóra og Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi.



1. Ársskýrsla leikskólanna, faglegt starf frá september 2005 til ágúst 2006. Samantekt leikskólafulltrúa.


Ársskýrsla yfir leikskólana tekin saman af Sigurlínu Jónasdóttur, leikskólafulltrúa.  


Skýrslan er samantekt úr ársskýrslum leikskólanna fyrir tímabilið september 2005 til ágúst 2006.


Fræðslunefnd þakkar fyrir áhugaverða skýrslu.



2. Fréttabréf frá Sólborg.


Fréttabréf Sólborgar fyrir október 2006 lagt fram.


Lagt fram til kynningar.



3. Námsskrá leikskólans Sólborgar.


Leikskólinn Sólborg hefur unnið skólanámskrá fyrir leikskólann um helstu áherslur í skólastarfinu.


Lagt fram til kynningar.



4. Fjárhagsáætlun.    2006-10-0014


Farið yfir viðbótartillögur leikskólastjóra fyrir fjáhagsáætlun 2007.


Fræðslunefnd leggur áherslu á verkefni er tengjast öryggismálum fyrir starfsmenn og nemendur, einnig að tölvumál fari í einn pott í umsjón kerfisstjóra, sem geti nýtt fjármagn betur og forgangsraðað  tækjakaupum og verkefnum. Fræðslunefnd telur einnig brýnt að leiðrétta stöðugildi í samræmi við þörf. Fjárhagsáætlun verður aftur tekin fyrir á næsta fundi fræðslunefndar.



5. Fjölmenning á leik- og grunnskólum í Ísafjarðarbæ.


Lögð fram skýrsla um fjölmenningu í leik- og grunnskólum unnin af Sonju Elínu Thompson. Í skýrslunni er að finna upplýsingar um stöðu nýbúamála í Ísafjarðarbæ í dag og að hverju skuli stefnt. Eins er þar að finna móttökuáætlanir fyrir bæði leik- og grunnskóla, sem og þrónunarverkefni fyrir bæði skólastigin.


Fræðslunefnd þakkar Sonju fyrir vel unna skýrslu og samþykkir að hún verði nýtt í því starfi sem framundan er, eins og að gera drög að framkvæmdaráætlun í málefnum nýbúa.



Grunnskólamál.


Mættir sem áheyrnarfulltrúar Ellert Ö. Erlingsson, f.h. skólastjóra og Sigríður Steinunn Axelsdóttir, f.h. kennara.



6. Fjárhagsáætlun.    2006-10-0014


Farið yfir viðbótartillögur grunnskólastjóra fyrir fjárhagsáætlun 2007.


Fræðslunefnd leggur áherslu á að eftirfarandi þættir verði hafðir að leiðarljósi við samþykkt fjárhagsáætlunar, en það eru öryggismál, að stöðugildi verði leiðrétt miðað við þörf og að tölvumál verði sett í einn sameiginlegan pott og kerfisstjóri sjái um að vinna úr þeim fjármunum. Fjárhagsáætlun verður aftur tekin fyrir á næsta fundi fræðslunefndar.



7. Nemendaheimsóknir í grunnskólana.


Lögð fram drög að reglum um nemendaheimsóknir í grunnskóla Ísafjarðarbæjar.


En þar er m.a. lögð áhersla á að nemendur skuli ekki heimsækja skóla Ísafjarðarbæjar á meðan þau eru í vetrarfríi í sínum heimaskólum.


Fræðslunefnd óskar nánari upplýsinga í samræmi við umræður á fundinum.



8. Bréf vegna öryggis skólabarna.


Fræðslunefnd barst bréf dagsett 11. október 2006 frá fulltrúum foreldra barna við Grunnskólann á Ísafirði. Í bréfinu er bent á þætti er varða öryggi grunnskólabarna og er þar sérstaklega horft á umferð og strætisvagn. Einnig kynntar rýmingarleiðir á meðan á nýbyggingu skólahúsnæðis stendur, en það stendur til bóta von bráðar.


Fræðslunefnd bendir foreldrum á að verið er að vinna að lausnum varðandi umferðarmál í kringum skólann.


Kristín Hálfdánsdóttir vék af fundi kl. 17:55



9. Breytingar á akstri strætisvagna við Grunnskólann á Ísafirði.


Lögð fram samþykkt bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar, um að lokað verði fyrir alla umferð um skólalóð, nema umferð vegna fatlaðra og neyðarbíla. Ný stoppistöð strætisvagnsins verðu á Norðurvegi í staðinn og að tímasetning verði ákveðin í samráði við stjórnendur.


Lagt fram til kynningar.



10. Heimsóknir í stofnanir sem fræðslunefnd fjallar um.


Fræðslunefnd samþykkir að fara í vettvangsferðir í stofnanir nefndarinnar að morgni 5. og 12. desember n.k. á bilinu kl. 8:00-12:00. Farið verður um Ísafjörð og Hnífsdal þann 5. desember n.k., en um Suðureyri, Flateyri og Þingeyri þann 12. desember n.k. 



11. Málþing menntamálaráðuneytisins, um framtíðarsýn í málefnum grunnskólans og ný grunnskólalög.


Menntamálaráðuneytið stendur fyrir málþingi um framtíðarsýn í málefnum grunnskólans og ný grunnskólalög laugardaginn 25. nóvember 2006. Málþingið er einkum ætlað fulltrúum frá sveitarfélögum, skólastjórum, kennurum, foreldrum og ýmsum hagsmunaaðilum, sem koma að málefnum grunnskólans.


Lagt fram til kynningar.



12. Önnur mál.


a. Afboðun funda.


Rætt um nauðsyn þess að fundir verði afboðaðir eins og boðaðir með góðum fyrirvara.


b. Greinargerð til fræðslunefndar frá Skarphéðni Jónssyni.


Lögð fram greinargerð frá Skarphéðni Jónssyni, skólastjóra GÍ um hlutabréfaeign skólans, sem samþykkt hefur verið í bæjarráði að verði innleyst.


Lagt fram til kynningar.


c. Fréttablað Grunnskólans á Þingeyri.


Fréttablað Grunnskólans á Þingeyri fyrir október og nóvember 2006 lagt fram til kynningar.


d. Rannsókn á skilningi nemenda á dönsku.


Grunnskólafulltrúi kynnti rannsókn, sem væntanleg er í Grunnskólanum á Ísafirði, á skilningi nemenda á dönsku áður en nemendur hefja dönskunám.


e. Kennsla grunnskólanemenda á framhaldsskólastigi.


Grunnskólafulltrúi kynnti stöðu mála varðandi samvinnu við framhaldsskóla, til að kenna grunnskólanemendum er skara fram úr. 


Fleira ekki gert og fundi slitið  kl: 18:10.


Halldór Halldórsson, formaður.


Kolbrún Sverrisdóttir.    


María Valsdóttir.


Guðrún Anna Finnbogadóttir.   


Kristín Hálfdánsdóttir.


Ingibjörg María Guðmundsdóttir, yfirm. Skóla- og fjölsk.skrifstofu.


Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi. 



Er hægt að bæta efnið á síðunni?