Fræðslunefnd - 242. fundur - 15. ágúst 2006

Mætt voru: Halldór Halldórsson, formaður, Kristín Hálfdánsdóttir, Kolbrún Sverrisdóttir, Guðrún Anna Finnbogadóttir, Ingibjörg María Guðmundsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu, Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi, Iðunn Antonsdóttir, grunnskólafulltrúi, Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi og Skarphéðinn Jónsson f.h. skólastjóra grunnskóla.


Elías Oddsson boðaði forföll og enginn mætti í hans stað.


Fundarritari: Kristín Ósk Jónasdóttir.



Leikskólamál


Mættir áheyrnarfulltrúar Sigurlína Jónasdóttir leikskólafulltrúi og Berglind Grétarsdóttir f.h. skólastjóra.



1. Endurskoðun leikskólalaga


Lagt fram bréf frá nefnd um endurskoðun laga um leikskóla nr. 78/1994, dags. 26. júní s.l. þar sem óskað er afstöðu sveitarfélagsins til þess hvað ætti að hafa að leiðarljósi við endurskoðunina í ljósi reynslunnar af lögunum og með hliðsjón af aukinni samfellu og sveigjanleika í skólastarfi. Einnig lagðir fram punktar frá starfsmönnum um hugmyndir að áherslum sem þyrfti að hafa til hliðsjónar við endurskoðun laganna.


Fræðslunefnd samþykkir að framlagðir minnispunktar ásamt niðurstöðu samráðsfundar starfsmanna kennara eldri nemanda í leikskóla og yngri nemenda í grunnskóla sem haldinn var s.l. vor verði sendir sem afstaða fræðslunefndar í endurskoðun laganna.



Grunnskólamál


Mættir áheyrnarfulltrúar Skarphéðinn Jónsson f.h. skólastjóra.



2. Skýrsla um mötuneyti Grunnskólans á Ísafirði


Farið var yfir skýrslu Valgerðar Hilidbrandsdóttur, frá Sn-ráðgjöf varðandi eftirlit í skólamötuneyti Grunnskólans á Ísafirði. Grunnskólafulltrúi sagði frá fundi með SKG-veitungum þar sem kynnt var fyrirkomulag næsta vetrar og rætt um þær ábendingar sem fram komu í skýrslu Valgerðar. Einnig kynnt tilboð SKG-veitinga um greiðslumöguleika og verð n.k. vetur og sagt frá salóme Elínu Ingólfsdóttur sem mun annast gæðaeftirlit í skólaelkhúsum Ísafjarðbæjar.


Fræðslunefnd fagnar auknum greiðslumöguleikum í mötuneyti GÍ fyrir n.k. vetur. Einnig telur nefndin að margar góðar ábendingar komi fram í skýrslunni og verði til þess að enn betur verði staðið að málum í framtíðinni.


Skarphéðinn vék af fundi kl. 16.45.



3. Greinagerð um ráðningu talmeinafræðings


Lögð fram samantekt yfirmanns Skóla og fjölskylduskrifstofu um störf talmeinafræðings við leik- og grunnskóla. Óskað er leyfis til að ráða starfsmann í tímabundna stöðu talmeinafræðings til eins ár s í stað þess að þjónustan verði aðkeypt af verktökum.


Fræðslunefnd leggur til að talmeinafræðingur verði ráðinn við Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar í 80 % stöðu.



4. Skýrsla um grunnskólabörn með langvinnan heilsuvanda


Lögð fram skýrslan Grunnskólabörn með langvinnan heilsuvanda: Greining á þörf fyrir heilbrigðisþjónustu sem er skýrsla starfshóps skólasviðs Miðstöðvar heilsuverndar barna.


Lögð fram til kynningar.



5. Greinagerð um skólaakstur frá Ingjaldssandi


Lögð fram greinagerð frá Skóla- og fjölskylduskrifstofu um skólaakstur frá Ingjaldssandi til Flateyrar. Lagðar eru til lausnir hliðstæðar því sem viðhafðar verið með góðum árangri annarsstaðar á norðanverðum Vestfjörðum. Einnig var lagt fram bréf frá Elísabetu Pétursdóttur, móður grunnskólanemanda á Ingjaldssandi, um sama mál. Þar sem hún óskar eftir óbreyttu fyrirkomulagi varðandi skólaaksturinn.


Fræðslunefnd samþykkir að skólaakstur verði tvisvar í viku, þ.e. í uppafi og lok skólavikunnar. Virka daga verði um heimavist að ræða fyrir nemandann. Viðmið fyrir heimavistarúrræði er að nemendur skulu ekki vera lengur en 90 mínútur í skólaakstri á leið í eða úr skóla daglega. Einnig skal við það miðað að akstursleið nemenda sé eins örugg og kostur er. Grunnskólafulltrúa falið að vinna að færsælli lausn í málinu.



6. Skýrsla um ísbjarnarverkefnið


Lagt fram skýrsla dags. 22. júní 2006 um Ísbjarnarverkefnið ? gagnvirk miðlun fræðsluefnis frá vettvangi á Austur ? Grænlandi til grunnskólanemenda. Verkefnið var í grunnskólum Ísafjarðarbæjar s.l. vetur.


Lagt fram til kynningar.



7. Staða framkvæmda og fleira í GÍ.


Grunnskólafulltrúi sagði frá stöðu framkvæmda við GÍ og hvernig málum yrði háttað í mismunandi byggingum skólans. Búist er við að framkvæmdum verði lokið innan tímaramma. Danskennsla verður líklega í Hömrum, sal tónlistarskólans og Dægradvöl verður að miklu leyti í sal skólans.



8.  Vísindamaður að láni


Fræðslunefnd samþykkir að grunnskólafulltrúi kynni sér verkefnið Vísindamaður að láni til að nýta inn í skólastarfið.


Fleira ekki gert og fundi slitið  kl: 17:52.


Halldór Halldórsson, formaður.


Kolbrún Sverrisdóttir.     


Kristín Hálfdánsdóttir


Guðrún Anna Finnbogadóttir.    


Kristín Ósk Jónasdóttir, grunnskólafulltrúi


Ingibjörg María Guðmundsdóttir,yfirm. Skóla- og fjölsk.skrifstofu  


Iðunn Antonsdóttir, grunnskólafulltrúi 



Er hægt að bæta efnið á síðunni?