Fræðslunefnd - 241. fundur - 27. júní 2006
Mætt voru: Halldór Halldórsson, formaður, Kolbrún Sverrisdóttir, Elías Oddsson, María Valsdóttir, Gunnhildur Elíasdóttir, Gróa Haraldsdóttir, Ingibjörg María Guðmundsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu, Kristín Ósk Jónasdóttir og Iðunn Antonsdóttir, grunnskólafulltrúar, Skarphéðinn Jónsson f.h. skólastjóra Grunnskóla.
Fundarritari: Ingibjörg María Guðmundsdóttir.
1. Hlutverk fræðslunefndar.
Formaður kynnti og fór yfir hlutverk fræðslunefndar skv. erindisbréfi nefndarinnar.
2. Leikskólastefna Ísafjarðarbæjar.
Kynnt var gildandi leikskólastefna Ísafjarðarbæjar.
3. Grunnskólastefna Ísafjarðarbæjar.
Kynnt var gildandi grunnskólastefna Ísafjarðarbæjar.
4. Skólaárið 2006-2007, skóladagatal og skýringar.
Grunnskólafulltrúi, Iðunn Antonsdóttir, kynnti áherslur næsta skólaárs og skóladagatal skólanna.
5. Önnur mál
a. Skýrsla um skólahald GÍ 2005-2006.
Lögð fram skýrsla um skólahald GÍ 2005-2006 þar sem fram koma helstu upplýsingar um starfsemi nýliðins skólaárs.
Lagt fram til kynningar.
b. Áætluð tímaskipting fyrir n.k. skólaár í GÍ.
Lögð fram áætluð tímaskipting fyrir n.k. skólaár í GÍ eins og gert er ráð fyrir að hún verði n.k. vetur. Gert er ráð fyrir að ráðstafað verði 1209 kennslustundum á viku.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl: 16:50.
Halldór Halldórsson, formaður.
Kolbrún Sverrisdóttir.
Elías Oddsson.
María Valsdóttir.
Gunnhildur Elíasdóttir.
Gróa Haraldsdóttir.
Kristín Ósk Jónasdóttir, verðandi grunnskólafulltrúi.
Iðunn Antonsdóttir, grunnskólafulltrúi.
Skarphéðinn Jónsson, skólastjóri.
Ingibjörg María Guðmundsdóttir, yfirm. Skóla- og fjölsk.skrifstofu.