Fræðslunefnd - 239. fundur - 9. maí 2006

Mætt voru: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Kolbrún Sverrisdóttir, Jens Kristmannsson, Ingibjörg María Guðmundsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu og Iðunn Antonsdóttir, grunnskólafulltrúi. Elías Oddsson og Óðinn Gestsson mættu ekki og enginn í þeirra stað. Fundarritari: Ingibjörg María Guðmundsdóttir.



Leikskólamál:


Mættir áheyrnarfulltrúar:  Berglind Grétarsdóttir f.h. skólastjóra, Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi, Sonja Elín Thompson, Helga Björk Jóhannsdóttir, leikskólastjóri Sólborgar og Elsa Thompson, leikskólastjóri Laufáss.



1. Drög að skýrslu um fjölmenningu.


Sonja Thompson lagði fram og kynnti drög að skýrslu um fjölmenningu, skýrslu sem hún hefur verið að vinna að frá því um áramót samkvæmt samningi.


Fræðslunefnd þakkar skýrsluna og mun fá nánari upplýsingar þegar skýrslan verður fullunnin.



2. Kynning á ferð starfsmanna Laufáss til Danmerkur.


Elsa Thompson, leikskólastjóri, kynnti ferð starfsmanna Laufáss til Danmerkur, sem var farin í apríl s.l. Heimsóttir voru þrír leikskólar. Elsa afhenti fræðslunefnd skýrslu um ferðina.


Fræðslunefnd þakkar Elsu fyrir og vonar að reynslan nýtist starfsmönnum í skólastarfinu á Laufás.



3. Kynning á ferð starfsmanna Sólborgar til Svíþjóðar.


Helga Björk Jóhannsdóttir, leikskólastjóri, sagði frá reynslu starfsmanna leikskólans Sólborg er þeir kynntu sér leikskólastarf í Svíþjóð. Hún afhenti fræðslunefnd skýrslu um ferðina.


Fræðslunefnd þakkar Helgu fyrir kynninguna og vonar að reynslan nýtist starfsmönnum í skólastarfinu.



4. Fréttabréf leikskólanna Eyrarskjóls og Grænagarðs.


Fram var lagt fréttabréf leikskólanna Eyrarskjóls og Grænagarðs frá apríl s.l.


Lagt fram til kynningar.



5. Dægradvöl fyrir grunnskólabörn í 1. ? 2. bekk í leikskólanum Tjarnarbæ.


Lagt fram bréf frá Svövu Rán Valgeirsdóttur, leikskólastjóra Tjarnarbæ, Suðureyri, dags. 4. maí s.l., þar sem hún óskar eftir leyfi fræðslunefndar til að bjóða grunnskólanemendum í 1.-2. bekk í Grunnskólanum á Suðureyri vistun í dægradvöl á leikskólanum í framhaldi af þeirri reynslu, sem komin er á að nemendur grunnskólans hafa verið í hádegismat í leikskólanum.


Fræðslunefnd fagnar erindinu og samþykkir að slíkri dægradvöl verði komið á og óskar eftir nánari upplýsingum um fjölda nemenda og fyrirkomulag þegar nær dregur næsta skólaári.





Grunnskólamál:


Mættir áheyrnarfulltrúar Skarphéðinn Jónsson f.h. skólastjóra og Sigríður Steinunn Axelsdóttir f.h. kennara.



6. Niðurstöður samstarfsfundar leik? og grunnskólakennara Ísafjarðarbæjar, haldinn 3. maí 2006.


Grunnskólafulltrúi sagði frá samstarfsfundi leik ? og grunnskólakennara Ísafjarðar-bæjar þar sem rædd voru sameiginlegar áherslur beggja skóalstiga.  Á fundinn mættu 22 kennarar frá leik ? og grunnskólum sveitarfélagsins.



7. Kennslustundafjöldi grunnskólanna 2006-2007.


Lögð fram bréf frá skólastjórum grunnskólanna þar sem sótt er um kennslustundir fyrir n.k. skólaár. GÍ sækir um 1.233 kest. eins og undanfarin ár, GS sækir um 183 kest. fyrir 44 nemendur,  GÖ sækir um 160 kest. fyrir 35 nemendur og GÞ sækir um 223 kest. fyrir 59 nemendur.


Fræðslunefnd gerir ekki athugasemd við kest. fjölda skólanna að svo stöddu, en gerir ráð fyrir nánari skoðun og staðfestingu á úthlutun kest. síðar.



8. Fréttabréf Grunnskólans á Þingeyri.


Fram var lagt fréttabréf Grunnskólans á Þingeyri fyrir apríl/maí 2006.


Lagt fram til kynningar.



9. Lok Ísbjarnarverkefnis.


Grunnskólafulltrúi upplýsti um stöðu mála í Ísbjarnarverkefni grunnskólanna sem nú er lokið. Sigríður Steinunn sagði frá hvernig til hefði tekist í skólastofunni og lýsti ánægju sinni með það. 



10. Önnur mál.


a. Styrkur úr Þróunarsjóð grunnskóla.


Kynnt að umsókn í Þróunarsjóð grunnskóla bar árangur og hafa grunnskólar Ísafjarðarbæjar fengið kr. 300.000.-  til að koma á uppbyggingarstefnu í skólunum.


b. Skólaminjasafn.


Sigríður Steinunn spyr um Skólaminjasafn, sem rætt hafi verið um að koma á. Grunnskólafulltrúa falið að skoða hvar málið er statt.


c. Fyrsta bekkjar kverið.


Skólastjóri GÍ afhenti og kynnti fræðslunefnd ,,Fyrsta bekkjar kverið?, sem verður sent verðandi nemendum 1. bekkjar n.k. skólaár.


d. Námsvísir GÍ.


Skólastjóri GÍ kynnti það fyrirkomulag að afhenda námsvísi í styttri útgáfu til  heimila. Hann verður áfram í fullri lengd á skólavefnum. Einnig er verið að skoða með þýðingar á honum í samráði við Fjölmenningarsetur.


e. Næsti fræðslunefndarfundur, sem verður væntanlega síðasti fundur á kjörtímabilinu.


Næsti fræðslunefndarfundur verður haldinn í Hömrum 23. maí kl. 16:00 og nýttur til að fá Jónínu Ó. Emilsdóttur, fyrirlesara, til að kynna meistarprófsritgerð sína, sem fjallar um þróun skólastarfs í Ísafjarðarbæ. Fundurinn verði opinn öllum meðan húsrúm leyfir.


Fleira ekki gert og fundi slitið  kl: 17:45.


Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Kolbrún Sverrisdóttir.     


Jens Kristmannsson  


Sigríður Steinunn Axelsdóttir, fulltrúi kennara.  


Skarphéðinn Jónsson, skólastjóri.


Iðunn Antonsdóttir, grunnskólafulltrúi  


Ingibjörg María Guðmundsdóttir, yfirm. Skóla- og fjölsk.skrifstofu.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?