Fræðslunefnd - 235. fundur - 28. febrúar 2006
Mætt voru: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Kolbrún Sverrisdóttir, Elías Oddsson, Jens Kristmannsson, Iðunn Antonsdóttir, grunnskólafulltrúi og Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi.
Óðinn Gestsson boðaði forföll, varamaður komst ekki í hans stað.
Fundarritari var: Ingibjörg María Guðmundsdóttir.
Leikskólamál:
1. Bréf leikskólastjóra Eyrarskjóls. 2006-01-0085
Jóna Lind Karlsdóttir ætlaði að mæta til fundar við nefndina en boðaði forföll af óviðráðanlegum orsökum.
Erindinu frestað til næsta fundar.
2. Úttektir á leikskólum.
Rætt um úttektir sem eftirlitsaðilar hafa gert á leikskólum Ísafjarðarbæjar. Margt þarf að laga og breyta ýmsum atriðum til að uppfylla kröfur skv. úttektunum. Kynnt hlutverk eignasjóðs og verkefnastjóra varðandi þessa þætti.
Grunnskólamál:
3. Skóladagatal 2006-2007.
Lögð fram skóladagatöl grunnskólanna í Ísafjarðarbæ fyrir skólaárið 2006-7. Skólasetning er 24.-28. ágúst n.k. og skólaslit 4.-6. júní 2007. Starfsdagar eru 16-17 á skólatíma og skóladagar 177.
Fræðslunefnd frestar afgreiðslu og óskar eftir skýringum við dagatölin frá grunnskólastjórum og að leikskólastjórar leggi fram skóladagatöl á sama fundi.
4. Ráðstafanir vegna starfsemi GÍ meðan á byggingaframkvæmdum stendur. 2005-03-0059
Lagt fram bréf frá Kristjáni Kristjánssyni, f.h. bygginganefndar GÍ, þar sem hann tiltekur rök nefndarinnar fyrir því að hluti af starfsemi skólans flytjist í Íshúsfélagshúsið í tvo vetur. Einnig lagðar fram bókanir nefnda um málið ásamt bréfi Skarphéðins Jónssonar, skólastjóra GÍ, til bæjarstjórnar og svar Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra.
Fræðslunefnd telur að stjórnendur og byggingarnefnd skólans séu vel til þess fallin að meta hvernig best sé að leysa húsnæðisvanda þann tíma sem framkvæmdir standa yfir þannig að það verði sem best fyrir nemendur og starfsemi skólans. Jafnframt óskar nefndin eftir því að fundargerðir byggingarnefndar verði kynntar nefndinni jafnóðum.
5. Forvarnarstarf Vá-vest.
Hlynur Snorrason, verkefnisstjóri Vá-vest, mætir til fundar við nefndina til að kynna starf Vá-vest í forvörnum.
Fræðslunefnd þakkar Hlyni fyrir kynninguna. Fræðslunefnd hvetur foreldra til að vera vakandi fyrir stöðu unglingamenningar í samfélaginu og standa vörð um hagsmuni barna. Einnig felur fræðslunefnd grunnskólafulltrúa að vekja athygli foreldrafélaga við skólana á forvörnum og hvetja þá til verka og samstarfs í þessum málum.
6. Ísabjarnarverkefnið í grunnskólunum. 2005-11-0088.
Grunnskólafulltrúi kynnti stöðu mála varðandi Ísabjarnarverkefnið, sem nú er að rúlla af stað í öllum skólum. Verkefnið vinnst aðallega í 6. bekk skólanna. Leiðangurinn leggur af stað 15. mars n.k. og leiðangursstjóri hittir alla bekkina í þessari viku.
Lagt fram til kynningar.
7. Niðurstöður könnunar vegna mötuneytismála í GÍ.
Lagðar fram niðurstöður könnunar vegna mötuneytismála í GÍ. Könnunin var lögð fyrir foreldra í foreldraviðtölum þessa mánaðar og fyrir nemendur í 7.-10. bekk. Óskað var svara fyrir hvern nemanda frá foreldrum. Svör bárust frá foreldrum 79% nemenda. Helstu niðurstöður eru þær að milli 60-70% nemenda sem svara eru í mat í mötuneytinu, 40% þeirra sem eru ekki skráðir í mötuneyti gefa upp ástæðuna að verðið sé of hátt. 26% er ánægt með matinn, 55% telja hann í lagi og 53% telur matarverð sanngjarnt.
Fræðslunefnd lýsir ánægju sinni með að skólar geri slíkar viðhorfskannanir á þjónustuþáttum skóla.
8. Umsókn í þróunarsjóð grunnskóla.
Grunnskólafulltrúi skýrir frá því að sótt hefur verið um styrk í þróunarsjóð grunnskóla undir þættinum ,, að læra að læra" og kallast verkefnið uppbygging, ábyrgð og áhugi. Verkefnið byggir á hugmyndafræði uppbyggingastefnunnar.
Fleira ekki gert fundi slitið kl: 17:55.
Svanlaug Guðnadóttir, formaður.
Kolbrún Sverrisdóttir.
Elías Oddsson.
Jens Kristmannsson.
Iðunn Antonsdóttir,grunnskólafulltrúi.
Ingibjörg María Guðmundsdóttir, yfirm. Skóla- og fjölskylduskrifstofu.
Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi.