Fræðslunefnd - 234. fundur - 14. febrúar 2006
Mætt voru: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Kolbrún Sverrisdóttir, Elías Oddsson, Kristín Þórisdóttir og Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi Ísafjarðarbæjar.
Fundarritari var: Sigurlína Jónasdóttir.
Leikskólamál:
Berglind Grétarsdóttir, leikskólastjóri, mætti á fundinn.
1. Umsókn um styrk vegna náms/lokaverkefnis og leyfi til rannsókna. 2006-02-0018.
Lögð fram umsókn dagsett 1. febrúar 2006, frá Elsu Maríu Thompson og Maríu Petrínu Berg, leikskólakennaranemum við KHÍ og starfsmönnum Ísafjarðarbæjar og Vesturbyggðar, þar sem þær óska eftir leyfi til að vinna rannsókn í tengslum við lokaverkefni sitt við KHÍ, með því að senda út spurningarlista til foreldra og leikskóla og jafnframt óska þær eftir peningastyrk að upphæð kr. 50.000.- frá Ísafjarðabæ og kr. 30.000.- frá Vesturbyggð.
Fræðslunefnd samþykkir fyrir sitt leyti að rannsóknin fari fram, en bendir jafnframt á að æskilegt sé að hafa samvinnu við Fjölmenningarsetur.
Fræðslunefnd vísar styrkbeiðni til Skóla- og fjölskylduskrifstofu.
2. Febrúar fréttabréf leikskólans Laufáss.
Lagt fram til kynningar
3. Bréf frá leikskólastjóra Eyrarskjóls.
Bréf frá leikskólastjóra Eyrarskjóls vegna sumarlokunar Eyrarskjóls og Sólborgar 2006 lagt fram til kynningar.
Fræðslunefnd óskar eftir viðræðum við leikskólastjóra Eyrarskjóls og óskar eftir að hún mæti á næsta fræðslunefndarfund.
Fleira ekki gert fundi slitið kl: 16.30.
Svanlaug Guðnadóttir, formaður.
Kolbrún Sverrisdóttir.
Elías Oddsson.
Kristín Þórisdóttir.
Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi.