Fræðslunefnd - 233. fundur - 7. febrúar 2006


Mætt voru: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Kolbrún Sverrisdóttir, Elías Oddsson, Ingibjörg María Guðmundsdóttir og Iðunn Antonsdóttir, grunnskólafulltrúi.


Jens Kristmannsson boðaði forföll, í hans stað mætti Kristín Þórisdóttir.


Óðinn Gestsson mætti ekki og enginn í hans stað.




Fundarritari var: Ingibjörg María Guðmundsdóttir





Leikskólamál:



Mættar voru á fundinnSigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi Ísafjarðarbæjar og Berglind Grétarsdóttir, leikskólastjóri.



1. Sumarlokanir Eyrarskjóls og Sólborgar. 2006-01-0085



Lagðar fram niðurstöður úr könnun leikskólafulltrúa á sumarleyfi leikskólabarna á Eyrarskjóli og Sólborg. Niðurstöðurnar sýna að flestir sem svara könnuninni vilja taka frí á tímabilinu 13. júlí til 10. ágúst.


Fræðslunefnd samþykkir að Eyrarskjól loki 6. júlí ? 2. ágúst og Sólborg 20. júlí ? 16. ágúst að báðum dögum meðtöldum. Þeir loki samtímis í tvær vikur á tímabilinu og að foreldrar hafi möguleika til að sækja um vistun á öðrum leikskóla ef lokun hentar ekki að öllu leyti á leikskóla barnsins. Þetta fyrirkomulag gildi n.k. fjögur árin þannig að Sólborg og Eyrarskjól víxli tímabilum milli ára. Með stöðugleika um hvernig málum verði háttað ætti foreldrum að vera auðveldara að skipuleggja frítöku barna sinna.


Kolbrún Sverrisdóttur lagði fram svohljóðandi bókun: Ég vil að leikskóli verði opinn allt sumarið sem þjónusta við foreldra og tel að sveitarfélagið eigi ekki að loka leikskólum á meðan hann er ekki gjaldfrír.





2. Ferð starfsmanna leikskólans Laufáss



Lagt fram bréf frá leikskólastjóra Laufáss þar sem sagt er frá væntanlegri námsferð starfsmanna til Danmerkur 19.-22. apríl þar sem nýttir verða starfsdagar skólans á sama hátt og áður hefur verið gert.


Fræðslunefnd óskar starfsmönnum góðrar ferðar.





3. Ferð starfsmanna leikskólans Sólborgar



Lagt fram bréf frá leikskólastjóra Sólborgar þar sem sagt er frá væntanlegri námsferð starfsmanna til Svíþjóðar 19.-23. apríl þar sem nýttir verða starfsdagar skólans á sama hátt og áður hefur verið gert.


Fræðslunefnd óskar starfsmönnum góðrar ferðar.



Grunnskólamál:


4. Niðurstöður könnunar á þjónustu Skóla- og fjölskylduskrifstofu



Grunnskólafulltrúi kynnti niðurstöður könnunar á þjónustu Skóla- og fjölskylduskrifstofu. Könnunin var lögð fyrir í janúar s.l. í öllum grunnskólum Ísafjarðarbæjar og leikskólafulltrúi vann úr svörum. Svörun var tæplega 50%. Helstu niðurstöðurnar eru þær að svarendur telja auðvelt að nálgast þjónustu SFS, fá samþykki foreldra fyrir þjónustu. Svarendur telja einnig að það sé ekki vandamál að vita hverju á að vísa til SFS en að það taki of langan tíma að fá þjónustu eftir að tilvísun er send. Meiri hluti svarenda telja að það skorti starfsfólk á SFS.


Lagt fram til kynningar.





5. Þingsályktunartillaga um námsráðgjöf 2005-10-0086



Lagt fram bréf frá Alsherjarnefnd Alþingis þar sem óskað er umsagnar um þingsályktunartillögu er varðar námsráðgjöf í grunnskólum. Tillagan gerir ráð fyrir að 300 nemendur verði á bak við hverja stöðu námsráðgjafa í stað 500 í dag. Sérstaklega yrði þá hugað að forvarnarstarfi.


Fræðslunefnd telur að ekki sé þörf á slíkri fækkun nemenda á bak við stöðugildi námsráðgjafa, sérstaklega þegar tillit er tekið til niðurstöðu á könnun á þjónustu SFS þar sem kennarar eru spurðir um það hvort skortur sé á starfsfólki til að sinna námsráðgjöf og fæstir telja að svo sé.





6. Önnur mál.


a. Málþing með rannsakendum skólamála 2006-02-0032


Málþing verður haldið á vegum Sambandi íslenskra sveitarfélaga þann 6. mars n.k. Ætlunin er að málþingið og afrakstur þess myndi grunn að mótun skólastefnu sambandsins.


Fræðslunefnd telur rétt að fulltrúar Ísafjarðarbæjar mæti og samþykkir að formaður fræðslunefndar mæti f.h. Ísafjarðarbæjar.




Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:30.





Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Kolbrún Sverrisdóttir.


Elías Oddsson.


Kristín Þórisdóttir.


Ingibjörg María Guðmundsdóttir, yfirmaður Skó-fjöl 


Iðunn Antonsdóttir, grunnskólafulltrúi.


 








Er hægt að bæta efnið á síðunni?