Fræðslunefnd - 230. fundur - 13. desember 2005

Mætt voru: Svanlaug Guðnadóttir, formaður, Kolbrún Sverrisdóttir, Elías Oddsson, Jens Kristmannsson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, varamaður Óðins Gestssonar, Iðunn Antonsdóttir, grunnskólafulltrúi Ísafjarðarbæjar og Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi Ísafjarðarbæjar. Fundarritari var: Iðunn Antonsdóttir.

Leikskólamál:



    1. Umsóknir um starf leikskólastjóra á leikskólanum Sólborg. 2005-11-0077.





    Jens Kristmannsson og Ingibjörg Guðmundsdóttir viku af fundi vegna tengsla við umsækjendur.


    Leikskólafulltrúi lagði fram fjórar umsóknir sem borist höfðu um starf leikskólastjóra á leikskólanum Sólborg. Umsækjendur voru Guðrún Birgisdóttir, Helga Björk Jóhannsdóttir, Jensína Jensdóttir og Valdís Bára Guðmundsdóttir. Allir umsækjendur voru metnir hæfir.



    Yfirmenn leikskólamála á Skóla ? og fjölskylduskrifstofu og fræðslunefnd mæla með ráðningu Helgu Bjarkar Jóhannsdóttur við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar.





2. Fréttabréf leikskólanna Grænagarðs og Laufáss.





Fréttabréfin lögð fram til kynningar.





Skarphéðinn Jónsson skólastjóri GÍ kom á fundinn.



Grunnskólamál:



3. Ísbjarnaverkefni. 2005-11-0088.



Grunnskólafulltrúi sagði frá ferð sinni á kynningarfund vegna þátttöku Ísafjarðarbæjar í svonefndu Ísbjarnarverkefni, sem er gerð kennsluefnis með fjarskiptaaðkomu nemenda 5. ? 7. bekkja í leiðangri ísbjarnaveiðimanna á Austur ? Grænlandi 15. mars ? 8. maí 2006. Allir grunnskólar Ísafjarðarbæjar, auk tveggja skóla í Reykjavík munu taka þátt í verkefninu.



4. Fundur Grunns, félags starfsmanna skólaskrifstofa.



Grunnskólafulltrúi sagði frá fundi Grunns, sem haldinn var í Reykjavík 9. desember sl.


Á fundinum voru kynntar hugmyndir menntamálaráðuneytis um endur ? og símenntun kennara vegna fyrirhugaðrar styttingar náms til stúdentsprófs. Þá var rætt um þörf á kynningu til grunnskóla vegna þessarar breytingar.


Fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar ítrekar fyrri ábendingar til menntamálaráðuneytis um kynningar til grunnskóla.



5. Niðurstöður samræmdra prófa.



Rætt um niðurstöður samræmdra prófa í 4. og 7. bekk og möguleika á að bæta árangur í íslensku og stærðfræði.


Í framhaldi þessa hvetur fræðslunefnd Ísafjarðarbæjar Fræðslumiðstöð Vestfjarða til að bjóða foreldrum grunnskólabarna námskeið í stærðfræði þeim til stuðnings vegna heimanáms barna.


Einnig rætt um forvarnarstarf og nauðsyn þess að efla það.


Grunnskólafulltrúa falið að mynda samstarfshóp fulltrúa foreldra, forvarnahópa og skóla ? og félagsmálanefnda.


Þá var minnt á áherslur fræðslunefndar til bæjarstjórnar vegna gerðar fjárhagsáætlunar, t.a.m.varðandi öryggismál.


Fleira ekki bókað, fundi slitið kl. 18:00.





Svanlaug Guðnadóttir, formaður.


Kolbrún Sverrisdóttir. Elías Oddsson.


Ingibjörg Guðmundsdóttir. Jens Kristmannsson.


Sigurlína Jónasdóttir, leikskólafulltrúi. Iðunn Antonsdóttir, grunnskólafulltrúi.


Skarphéðinn Jónsson, skólastjóri.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?