Fræðslunefnd - 229. fundur - 22. nóvember 2005
Leikskólamál:
1. Fréttabréf leikskólanna Bakkaskjóls og Eyrarskjóls fyrir nóvember 2005.
Fréttabréfin lögð fram til kynningar.
Grunnskólamál:
Mættir áheyrnarfulltrúar: Una Þóra Magnúsdóttir f.h. foreldra og Skarphéðinn Jónsson f.h. skólastjóra.
2. Fjárhagsáætlun. 2005-04-0035.
Ingibjörg María Guðmundsdóttir gerði grein fyrir vinnu við fjárhagsáætlun.
Fræðslunefnd leggur áherslu á að kennslubúnaður, umhverfi og öryggisatriði grunnskólanna verði forgangsverkefni.
3. Tillaga um "nýjan grunnskóla". 2005-10-0069.
Tillaga frá Elíasi Oddssyni varðandi nýja skipan grunnskólamála í Ísafjarðarbæ lögð fram til umræðu.
Fræðslunefnd ræddi efnisatriði tillögunnar og nauðsyn þess að Ísafjarðarbær stuðli að nýbreytni í skólastarfi. Leikskóla ? og grunnskólafulltrúa falið að vinna að framhaldi málsins.
4. Tilraunaverkefni um samstarf við Austur ? Grænland. 2005-11-0088.
Lagt fram fréf frá Baldvin Kristjánssyni frá 18.11. 2005 til grunnskólafulltrúa Ísafjarðarbæjar varðandi tilraunaverkefni, sem felur í sér samstarf grunnskóla Ísafjarðarbæjar, eins skóla í Reykjavík og Menntamálaráðuneytis, um gerð kennsluefnis tengdu Austur ? Grænlandi.
Fræðslunefnd felur grunnskólafulltrúa að fara á kynningarfund um málið sem haldinn verður í Menntamálaráðuneytinu 24. nóvember n.k.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:40.
Svanlaug Guðnadóttir, formaður.
Kolbrún Sverrisdóttir. Elías Oddsson.
Óðinn Gestsson. Jens Kristmannsson.
Ingibjörg María Guðmundsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu.
Iðunn Antonsdóttir, grunnskólafulltrúi.