Fjallskilanefnd - 4. fundur - 30. október 2013
4. fundur fjallskilanefndar var haldinn í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði, 30. október 2013 og hófst hann kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Ásvaldur Magnússon, formaður, Ómar Dýri Sigurðsson, Sighvatur Jón Þórarinsson,
Svala Sigríður Jónsdóttir, Kristján Andri Guðjónsson, Karl Guðmundsson, Kristján Jónsson og Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri.
Fundargerð ritaði: Jóhann Birkir Helgason.
Dagskrá:
- 1. Fjallskil haustið 2013. 2013-04-0017.
Rætt um fjallskil haustið 2013 og hvernig þau hafi gengið.
Nefndarmenn sammála um að fjallskil hafi verið með álíka hætti og síðastliðin ár.
- 2. Fjallskil 2014. 2013-10-0076.
Fjallskilanefnd leggur til að fjallskilasjóður verði gerður fyrir sveitarfélagið sbr. 7. gr. fjallskilasamþykktar frá 14. ágúst 2012. Nefndin leggur jafnframt til að lagt verði 2% fjallskilagjald á allar jarðir í sveitarfélaginu skv. e-lið 7. gr. fjallskilasamþykktar. Gert er ráð fyrir að fjallskilasjóður verði um kr. 800.000,-.
Nefndin leggur til að gjald pr. kind verði kr. 50,-
Framlag Ísafjarðarbæjar í sjóðinn verði kr. 1.000.000,- enda greiðir bærinn ekki fjallskilagjald af sínu landi og standa þarf straum af kostnaði við smölum eyðilanda skv. 5. gr. fjallskilasamþykktar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:25.
Ómar Dýri Sigurðsson
Sighvatur Jón Þórarinsson
Svala Sigríður Jónsdóttir
Karl Guðmundsson
Ásvaldur Magnússon
Kristján Andri Guðjónsson
Kristján Jónsson
Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri