Fjallskilanefnd - 2. fundur - 19. mars 2013
2. fundur fjallskilanefndar var haldinn í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði, 19. mars 2013 og hófst hann kl. 16:00.
Fundinn sátu:
Ómar Dýri Sigurðsson.
Sighvatur Jón Þórarinsson.
Ásvaldur Magnússon.
Svala Sigríður Jónsdóttir.
Kristján Jónsson.
Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri.
Fundargerð ritaði: Jóhann Birkir Helgason.
Kristján Andri Guðjónsson og Karl Guðmundsson tilkynntu fjarveru.
Dagskrá:
- 1. Fjallskil
Formaður kynnti nefndarmönnum viðtal við Ólafur Dýrmundsson hjá bændasamtökunum, hann er reiðubúinn að aðstoða fjallskilanefnd eins og mögulegt er.
Svala kynnti nefndarmönnum dagsverk fjallskila í Súgandafirði.
Rætt um landverð alla eigna í sveitarfélaginu skv. upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands.
Rætt um fjölda fjár í sveitarfélaginu, heildarfjöldi fjár skv. upplýsingum frá búfjáreftirlitsmanni eru 6.973 stk.
Nefndin felur sviðstjóra að fá upplýsingar frá gangnastjórum í Ísafjarðarbæ um fjölda dagsverka/manna(smala og fyrirstaða) á þeirra svæðum.
- 2. Fjallskiladeildir
Fjallskilasvæðið skiptist í 5 fjallskiladeildir, Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur, Reykhólahreppur, Bolungarvíkurdeild, Ísafjarðardeild og Súðavíkurdeild.
Nefndin leggur til að fjallskilastjórn fjallskilasvæðisins hittist eins fljótt og mögulegt er. Formanni falið að boða til fundar.
- 3. Lögréttir
Rætt um fjölda lögrétta í samræmi við 13. grein fjallskilasamþykktar og hvar þær eigi að vera staðsettar. Lögréttir eru nú í Engidal og Arnardal í Skutulsfirði, Hraun í Hnífsdal, Tröð í Önundarfirði, Hjarðardal í Dýrafirði, Mjólká í Arnarfirði.
Bæir sem fé er rekið inn í og virkar sem lögrétt eru:
Kirkjuból, Brekku, Hólar, Ketilseyri, Lambadalur, Höfði, Gemlufall, Núpur í Dýrafirði. Sæból, Valþjófsdalur, Innri og Ytri Hjarðardalur, Hóll í Önundarfirði
Staður, Bær, Botn/Birkihlíð í Súgandafirði.
Mjólká og Auðkúla í Arnarfirði.
Nefndir leggur til að fjallskiladeildir hittist á einum sameiginlegum fundi. Formanni falið að boða til sameiginlegs fundar eins fljótt og mögulegt er.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30.
Ómar Dýri Sigurðsson
Sighvatur Jón Þórarinsson
Svala Sigríður Jónsdóttir
Karl Guðmundsson
Ásvaldur Magnússon
Kristján Jónssson
Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri