Félagsmálanefnd - 408. fundur - 12. apríl 2016

Sólveig Sigríður Guðnadóttir boðaði forföll og enginn mætti í hennar stað. Magnús Þór Bjarnason boðaði forföll og í hans stað mætti Tinna Hrund Hlynsdóttir.

 

Félagsmálanefnd vill þakka Helgu Björk Jóhannsdóttur fyrir samstarfið í félagsmálanefnd. Jafnframt vill nefndin bjóða Tinnu Hrund Hlynsdóttur velkomna til starfa með nefndinni.

 

Dagskrá:

1.  

Trúnaðarmál. - 2011090094

 

Þrjú trúnaðarmál lögð fram til afgreiðslu í félagsmálanefnd.

 

Trúnaðarmálin afgreidd og færð til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.

 

   

Hildur Elísabet Pétursdóttir og Anna Valgerður Einarsdóttir komu til fundar.

2.  

Fjárhagsaðstoð - 2012120016

 

Lagt fram vinnuskjal með drögum að nýjum reglum um fjárhagsaðstoð. Jafnframt lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, með síðari breytingum (skilyrði fjárhagsaðstoðar).

 

Félagsmálanefnd vann að endurskoðun reglna um fjárhagsaðstoð. Vinnan heldur áfram á næsta fundi nefndarinnar.


Margrét Geirsdóttir fór af fundinum.

 

   

3.  

Jafnréttisáætlun og jafnlaunakönnun - 2010050008

 

Umræður um starfsmarkmið í tengslum við jafnréttisáætlun Ísafjarðarbæjar.

 

Sædís María Jónatansdóttir sagði frá námskeiði sem hún sótti um jafnrétti í sveitarfélögum sem haldið var af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Jafnréttisstofu og Jafnréttisráði. Félagsmálanefnd mun ræða frekar um starfsmarkmið í jafnréttismálum á næsta fundi.

 

   

4.  

Móttökuáætlun innflytjenda - 2015010086

 

Rætt um vinnu við gerð móttökuáætlunar innflytjenda.

 

Sædís María Jónatansdóttir gerði grein fyrir vinnu við gerð móttökuáætlunar innflytjenda.

 

   

5.  

Ofbeldi á heimilum, meðferð fyrir konur og karla sem beita ofbeldi í nánum samböndum. - 2016040029

 

Lagður fram einblöðungur um ofbeldi á heimilum þar sem kynnt er meðferð fyrir konur og karla sem beita ofbeldi í nánum samböndum.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

 

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00

 

 

Gunnhildur Björk Elíasdóttir

 

Guðjón Már Þorsteinsson

Hildur Elísabet Pétursdóttir

 

Steinþór Bragason

Margrét Geirsdóttir

 

Sædís María Jónatansdóttir

Anna Valgerður Einarsdóttir

 

Þóra Marý Arnórsdóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?