Félagsmálanefnd - 399. fundur - 11. júní 2015
Aron Guðmundsson boðaði forföll og í hans stað mætti Magnús Bjarnason.Steinþór Bragason boðaði forföll en enginn varamaður mætti í hans stað. Sólveig Guðnadóttir mætti ekki og enginn í hennar stað.
Dagskrá:
1. |
Samstarfsbeiðni Sólstafa Vestfjarða - 2015040006 |
|
Lagt fram erindi frá Báru Jóhannesdóttur Guðrúnardóttur verkefnisstjóra Sólstafa Vestfjarða dags. 4. júní 2015 vegna beiðnar Sólstafa um samstarfssamning. Í bréfinu er farið yfir starfsemi samtakanna, framlögðum spurningum félagsmálanefndar svarað og lögð fram fjárhagsáætlun. |
||
Lagt fram til kynningar. Félagsmálanefnd felur starfsmönnum fjölskyldusviðs að skoða nánar grundvöll fyrir samstarfssamningi við Sólstafi. |
||
|
||
3. |
Jafnréttisáætlun og jafnlaunakönnun - 2010050008 |
|
Lögð fram drög að jafnréttisáætlun fyrir Ísafjarðarbæ. |
||
Félagsmálanefnd samþykkir jafnréttisáætlunina með áorðnum breytingum og leggur til við bæjarstjórn að hún verði samþykkt. |
||
|
||
4. |
Félagsstarf eldri borgara á Þingeyri. - 2015060044 |
|
Lagt fram erindi frá Jóhönnu Gunnarsdóttur dags. 8. júní 2015 þar sem óskað er eftir endurskoðun á opnunartíma í félagsstarfi eldri borgara á Þingeyri. |
||
Félagsmálanefnd tekur vel í erindið og felur starfsmanni að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum. Aukinni opnun yfir sumartímann verður vísað til fjárhagsáætlunar. |
||
|
||
5. |
Samningur um ferðaþjónustu fyrir blinda - 2012090066 |
|
Lögð fram drög að þjónustusamningi við Blindrafélagið, vegna ferðaþjónustu fyrir íbúa Ísafjarðarbæjar sem eru skráðir lögblindir hjá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga sem geta ekki nýtt sér almenningssamgöngur vegna fötlunar sinnar. |
||
Félagsmálanefnd samþykkir samninginn og leggur til við bæjarstjórn að hún geri það einnig. |
||
|
||
6. |
Niðurstöður 2015 - 2015040016 |
|
Lagðar fram til kynningar niðurstöður Rannsóknar og greiningar 2015 þar sem skoðaðir voru hagir og líðan ungs fólks í Ísafjarðarbæ, nemenda í 5.-7. bekk. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:45
Gunnhildur Björk Elíasdóttir |
|
Guðný Harpa Henrysdóttir |
Aron Guðmundsson |
|
Hildur Elísabet Pétursdóttir |
Sædís María Jónatansdóttir |
|
Þóra Marý Arnórsdóttir |