Félagsmálanefnd - 397. fundur - 7. maí 2015
Fundargerð ritaði: Sædís María Jónatansdóttir, 397. fundur félagsmálanefndar.
Dagskrá:
1. |
Samstarfsbeiðni Sólstafa Vestfjarða - 2015040006 |
|
Björg Sveinbjörnsdóttir fulltrúi frá Sólstöfum Vestfjarða mætti til fundar við félagsmálanefnd til að ræða efni bréfs sem lagt var fram á fundi félagsmálanefndar þann 14. apríl s.l. |
||
Umræður um framlagt erindi Sólstafa Vestfjarða um samstarf milli Ísafjarðarbæjar og Sólstafa. Félagsmálanefnd þakkar Björgu fyrir komuna á fundinn og óskar eftir frekari upplýsingum um ýmsa þætti umsóknarinnar. |
||
|
||
Gestir |
||
Björg Sveinbjörnsdóttir - 12:00 |
||
|
||
|
||
2. |
Trúnaðarmál. - 2011090094 |
|
Þrjú trúnaðarmál lögð fram í félagsmálanefnd. |
||
Trúnaðarmálin afgreidd og færð til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar. |
||
|
||
|
||
3. |
Reglur um félagslega heimaþjónustu í Ísafjarðarbæ. - 2015050009 |
|
Rætt um reglur um félagslega heimaþjónustu í Ísafjarðarbæ. |
||
Umræður um reglur um félagslega heimaþjónustu í Ísafjarðarbæ. Félagsmálanefnd stefnir að sér fundi í maí til að endurskoða m.a. reglur um félagslega heimaþjónustu. |
||
|
||
4. |
Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2015 - 2015020078 |
|
Lagður fram tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis dags 29. apríl s.l. þar sem allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um lögræðislög (réttindi fatlaðs fólks, svipting lögræðis o.fl.), 687. mál. |
||
Frumvarpið er lagt fram til kynningar. |
||
|
||
5. |
Fundargerðir 2010-2013 - Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði - 2010070042 |
|
Lagðar fram fundargerðir Nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði, frá fundum 43 og 44. |
||
Fundargerðir lagðar fram til kynningar. |
||
|
||
6. |
Námskeið um forvarnir og aðgerðir gegn heimilisofbeldi. - 2015050008 |
|
Lagður fram tölvupóstur frá Arnfríði Aðalsteinsdóttur dags. 29. apríl s.l. þar sem kynnt er námskeið um forvarnir og aðgerðir gegn heimilisofbeldi á vegumJafnréttisstofu í samstarfi við samstarfsteymi vegna heimilisofbeldis. Jafnréttisstofa hyggst halda námskeiðið á Ísafirði um miðjan maí en það er ætlað starfsfólki félagsþjónustu, heilsugæslu, lögreglu og barnaverndar. Einnig er framkvæmdastjórum sveitarfélaga, sveitarstjórnarfólki og öðrum sem málið varðar velkomið að sitja námskeiðið. |
||
Félagsmálanefnd fagnar tilboði Jafnréttisstofu og felur starfsmanni að vera í samvinnu við Jafnréttisstofu um tímasetningu fyrir námskeiðið. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:50
Gunnhildur Björk Elíasdóttir |
|
Aron Guðmundsson |
Steinþór Bragason |
|
Arna Ýr Kristinsdóttir |
Magnús Þór Bjarnason |
|
Sólveig Guðnadóttir |
Sædís María Jónatansdóttir |
|
Margrét Geirsdóttir |
Anna Valgerður Einarsdóttir |
|
Þóra Marý Arnórsdóttir |