Félagsmálanefnd - 395. fundur - 3. mars 2015
Dagskrá:
Aron Guðmundsson vék af fundi við afgreiðslu máls nr. 2014100069. |
||
1. |
Trúnaðarmál. - 2011090094 |
|
Trúnaðarmál lögð fram í félagsmálanefnd. |
||
Trúnaðarmálin afgreidd og færð til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar. |
||
|
||
2. |
Húsaleigubætur 2015 - 2014090006 |
|
Lögð fram yfirlit yfir greiðslur Ísafjarðarbæjar vegna almennra húsaleigubóta og sérstakra húsaleigubóta fjárhagsárið 2014. Yfirlitin eru staðfest af sviðsstjóra fjölskyldusviðs og löggiltum endurskoðanda Ísafjarðarbæjar. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
Hafdís Gunnarsdóttir vék af fundi. |
||
3. |
Notendastýrð persónuleg aðstoð fyrir fatlað fólk - 2014110066 |
|
Lagt fram bréf dags. 21. nóvember 2014 frá Sif Huld Albertsdóttur, verkefnastjóra Byggðasamlags Vestfjarða, ásamt drögum að reglum Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks varðandi þjónustuformið notendastýrð persónuleg aðstoð fyrir fatlað fólk (NPA). Óskað er eftir umsögn félagsmálanefndar um reglurnar. |
||
Félagsmálanefnd gerir ekki athugasemdir við efnislegt innihald reglnanna og leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að reglurnar verði samþykktar. Félagsmálanefnd bendir á að skýra þarf orðalag þegar fjallað er um verkefnahóp, teymi fagfólks og félagsþjónustusvæði. |
||
|
||
4. |
Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2015 - 2015020078 |
|
Lagður fram tölvupóstur frá nefndasviði Alþingis dags. 20. febrúar s.l. þar sem allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (breyting ýmissa laga), 466. mál. |
||
Lagt fram til kynningar. Félagsmálanefnd hefur ekki athugasemdir við frumvarpið. |
||
|
||
5. |
Fundargerðir verkefnahóps BSVest. - 2011090092 |
|
Lögð fram fundargerð 44. fundar verkefnahóps BsVest. |
||
Fundargerð lögð fram til kynningar og umræður um fundargerðina. |
||
|
||
6. |
Fundargerðir stjórnar BSVest. - 2015030003 |
|
Lagðar fram fundargerðir stjórnar BsVest frá 2. og 23. febrúar 2015. |
||
Fundargerðir lagðar fram til kynningar og umræður um fundargerðirnar. |
||
|
||
Kristjana Sigurðardóttir og Þóra Marý Arnórsdóttir viku af fundi. |
||
7. |
Fundargerðir 2010-2013 - Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði - 2010070042 |
|
Lagðar fram fundargerðir nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði frá 41. og 42. fundi. |
||
Fundargerðir lagðar fram til kynningar og umræður um fundargerðirnar. |
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14:20
Gunnhildur Björk Elíasdóttir |
|
Guðný Harpa Henrysdóttir |
Aron Guðmundsson |
|
Hildur Elísabet Pétursdóttir |
Steinþór Bragason |
|
Kristjana Sigurðardóttir |
Sædís María Jónatansdóttir |
|
Hafdís Gunnarsdóttir |
Margrét Geirsdóttir |
|
Þóra Marý Arnórsdóttir |