Félagsmálanefnd - 385. fundur - 11. febrúar 2014

Dagskrá:

1.

2011090094 - Trúnaðarmál.

 

Eitt trúnaðarmál lagt fram í félagsmálanefnd.

 

Trúnaðarmálið afgreitt og fært til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.

 

   

2.

2013080033 - Leyfi til daggæslu í heimahúsi

 

Lagður fram tölvupóstur frá Lísbet Harðardóttur kt. 100885-2479, sem starfar sem dagforeldri, þar sem hún sækir um undanþágu til að hafa fimm börn í vistun í daggæslu í stað fjögurra. Formaður félagsmálanefndar var kallaður til þar sem langt var í næsta fund og samþykkti hann erindið með fyrirvara um samþykki félagsmálanefndar.

 

Félagsmálanefnd staðfestir samþykki formanns félagsmálanefndar. Erindið telst því samþykkt.

 

   

3.

2007010072 - Sérstakar húsaleigubætur

 

Lagðar fram tillögur að endurskoðuðum reglum um sérstakar húsaleigubætur í Ísafjarðarbæ. Til endurskoðunar eru tekjuviðmið.

 

Lagt fram til kynningar. Starfsmönnum falið að gera breytingar á reglunum í samræmi við umræður á fundinum og að gera breytingar á tekjuviðmiðum á grundvelli reglugerðar nr. 873/2001.

 

   

4.

2011090092 - Fundargerðir verkefnahóps BSVest.

 

Lagðar fram fundargerðir verkefnahóps BSVest frá fundum nr. 35, 36 og 37.

 

Fundargerðir lagðar fram til kynningar.

 

   

5.

2012120016 - Fjárhagsaðstoð

 

Rætt um endurskoðun á reglum Ísafjarðarbæjar um fjárhagsaðstoð.

 

Rætt um endurskoðun á reglum Ísafjarðarbæjar um fjárhagsaðstoð og starfsmönnum falið að gera breytingar á reglunum í samræmi við umræður á fundinum.

 

   

6.

2014020034 - Kynningarspjöld frá umboðsmanni skuldara

 

Lagt fram bréf frá umboðsmanni skuldara ásamt kynningaspjöldum um hlutverk og starfsemi embættisins annars vegar og um greiðsluaðlögun hins vegar.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

 

7. Önnur mál:

a) Fjölskyldusvið, fimm ára áætlun.

 

Félagsmálanefnd áformar að halda vinnufund þriðjudaginn 4. mars n.k. til að vinna að fimm ára áætlun fyrir fjölskyldusvið.

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:20

 

 

Jón Reynir Sigurðsson

 

Gunnar Þórðarson

Sturla Páll Sturluson

 

Rannveig Þorvaldsdóttir

Margrét Geirsdóttir

 

Björn Davíðsson

Sædís María Jónatansdóttir

 

Harpa Stefánsdóttir

Hafdís Gunnarsdóttir

 

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?