Félagsmálanefnd - 377. fundur - 16. apríl 2013
Dagskrá:
1. |
2011090094 - Trúnaðarmál. |
|
Þrjú trúnaðarmál lögð fram í félagsmálanefnd. |
||
Trúnaðarmálin rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar. |
||
|
||
2. |
2013040005 - Umsókn um leyfi fyrir daggæslu. |
|
Lögð fram greinargerð Sigurlínu Jónasdóttur dags. 4. apríl s.l. þar sem Inga Sif Ibsen Ingvarsdóttir kt. 100591-3759, sækir um leyfi sem dagforeldri hjá Ísafjarðarbæ, á Bakkaskjóli í Hnífsdal. Fyrir liggja samþykkt vottorð. |
||
Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar veitir umsækjanda leyfi til daggæslu á grundvelli greinargerðar Sigurlínu. Leyfið verði endurskoðað að einu ári liðnu. |
||
|
||
3. |
2012010026 - Þjónustuíbúðir á Tjörn. |
|
Lagður fram tölvupóstur frá Herði Högnasyni, framkvæmdastjóra hjúkrunar á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða dags. 5. apríl s.l. Í tölvupóstinum er tilkynnt að hjúkrunardeildin á Tjörn á Þingeyri verði lokuð frá 1. júní til ca. 15. ágúst 2013. |
||
Lagt fram til kynningar og starfsfólki fjölskyldusviðs falið að vinna að útfærslu þjónustu á Tjörn í sumarlokun hjúkrunardeildarinnar. |
||
|
||
4. |
2010050008 - Jafnréttisáætlun. |
|
Lagður fram tölvupóstur frá Bergljótu Þrastardóttur á Jafnréttisstofu dags 12. mars s.l. þar sem fram kemur vilji Jafnréttisstofu til að halda námskeið um samþættingu kynjasjónarmiða og aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi. |
||
Lagt fram til kynningar og starfsmanni falið að skipuleggja námskeiðin. |
||
|
||
5. |
2011090092 - Fundargerðir verkefnahóps BSVest. |
|
Lögð fram fundargerð 28. fundar BSVest. |
||
Fundargerð lögð fram til kynningar. |
||
|
||
6. |
2010070042 - Fundargerð nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði. |
|
Lögð fram fundargerð 26. fundar nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði. |
||
Fundargerð lögð fram til kynningar. Daníel Jakobsson bæjarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi byggingu hjúkrunarheimilisins Eyrar á Ísafirði. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:10
Guðfinna M Hreiðarsdóttir |
|
Jón Reynir Sigurðsson |
Gunnar Þórðarson |
|
Ari Klængur Jónsson |
Rannveig Þorvaldsdóttir |
|
Anna Valgerður Einarsdóttir |
Harpa Stefánsdóttir |
|
Sædís María Jónatansdóttir |
|
|
|