Félagsmálanefnd - 364. fundur - 10. janúar 2012
Fundinn sátu:
Guðfinna M Hreiðarsdóttir, Formaður
Gunnar Þórðarson, Aðalmaður
Jóna Benediktsdóttir, Aðalmaður
Helga Björk Jóhannsdóttir, Varamaður
Sædís María Jónatansdóttir, Starfsmaður Ísafjarðarbæjar
Harpa Stefánsdóttir, Starfsmaður Ísafjarðarbæjar
Margrét Geirsdóttir, Starfsmaður Ísafjarðarbæjar
Fundargerð ritaði: Sædís María Jónatansdóttir,
Jón Reynir Sigurðsson boðaði forföll vegna veðurs og jafnframt varamaður hans Edda B. Magnúsdóttir. Rannveig Þorvaldsdóttir boðaði einnig forföll og í hennar stað mætti Helga Björk Jóhannsdóttir.
Dagskrá:
Ari Klængur Jónsson mætti til fundarins undir þessum lið og vék af fundi að umræðu lokinni.
1. 2010050008 - Jafnréttisáætlun.
Lögð fram fyrstu drög að jafnréttisáætlun fyrir Ísafjarðarbæ.
Lagt fram til kynningar og Ara Klæng Jónssyni og starfsfólki fjölskyldusviðs falið að vinna áfram að stefnunni.
2. 2011090094 - Trúnaðarmál.
3. 2007120001 - Stefnumótun félagsmálanefndar (og starfsmarkmið)
Lagðar fram starfsáætlanir ársins 2012 fyrir þjónustueiningar á fjölskyldusviði og skýrsla sviðsstjóra fjölskyldusviðs um starfsmarkmið ársins 2011.
Félagsmálanefnd samþykkir starfsáætlanir fjölskyldusviðs fyrir sitt leyti. Rætt um að vinna við jafnréttisáætlun verði sett undir starfsmarkmið fjölskyldusviðs.
Margrét Geirsdóttir sviðsstjóri fór yfir skýrslu um starfsmarkmið fjölskyldusviðs 2011.
Við endurskoðun stefnu félagsmálanefndar í félags- og velferðarmálum leggur félagsmálanefnd til að skýrsla sviðsstjóra skuli liggja fyrir á fyrsta fundi nefndarinnar ár hvert.
4. 2012010012 - Undanþága vegna fjölda barna í daggæslu.
Lögð fram greinargerð Sigurlínu Jónasdóttur daggæslufulltrúa Ísafjarðarbæjar dags. 6. janúar s.l. þar sem Ólöf Árnný Öfjörð dagforeldri sækir um undanþágu frá dagvistunarreglum um fjölda barna.
Félagsmálanefnd hafnar erindinu á grundvelli reglugerðarinnar.
5. 2011120022 - Skammtímavistun.
Lögð fram greinargerð sviðsstjóra fjölskyldusviðs um Skammtímavistun.
Félagsmálanefnd samþykkir á grundvelli greinargerðarinnar að skammtímavistun verði áfram til húsa að Sindragötu 4 á meðan leitað er að hentugra húsnæði. Jafnframt samþykkir félagsmálanefnd að leitað verði til velferðarráðuneytisins, eiganda að húsnæðinu, um fjármagn til að fara í endurbætur á baðherbergi skammtímavistunar.
6. 2012010013 - Starfsmannahandbók.
Lögð fram starfsmannahandbók fyrir fjölskyldusvið Ísafjarðarbæjar.
Lagt fram til kynningar.
7. 2011090092 - Fundargerðir verkefnahóps BSVest.
Lögð fram fundargerð 14. fundar verkefnahóps Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks.
Lagt fram til kynningar.
Önnur mál.
A)Lagt fram bréf frá Sólstöfum Vestfjarða dagsett 29. desember 2011, þar sem óskað er eftir styrk frá Ísafjarðarbæ, til að styðja við samtökin í verkefnum sínum. Óskað er eftir styrk að fjárhæð kr. 100.000,-.
Félagsmálanefnd samþykkir að veita Sólstöfum styrk að fjárhæð kr. 50.000,-.
B)Snjómokstur við þjónustustofnanir.
'Í ljósi þess að nú er unnið að reglum um snjómokstur í þéttbýli hjá Ísafjarðarbæ bendir félagsmálanefnd á mikilvægi þess að aðgengi að eftirfarandi þjónustustofnunum sé ávallt tryggt: Þjónustuíbúðir aldraðra á Hlíf og Tjörn, hæfingarstöðin Hvesta og skammtímavistun og þjónustuíbúðir að Sindragötu 4. Félagsmálanefnd leggur til við bæjarráð að þessar stofnanir verði settar í fyrsta forgang samkvæmt forgangsröðun í reglunum.'
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:05
Guðfinna M Hreiðarsdóttir
Gunnar Þórðarson
Jóna Benediktsdóttir
Helga Björk Jóhannsdóttir
Sædís María Jónatansdóttir
Harpa Stefánsdóttir
Margrét Geirsdóttir