Félagsmálanefnd - 358. fundur - 5. júlí 2011
Þetta var gert:
1. Byggðasamlag Vestfjarða.
Arnheiður Jónsdóttir verkefnastjóri Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks mætti til fundar við félagsmálanefnd. Rædd var staða málefna fatlaðra í Ísafjarðarbæ og starfsemi Byggðasamlagsins.
2. Trúnaðarmál.
Þrjú trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.
3. Landsfundur jafnréttisnefnda.
Landsfundur jafnréttisnefnda mun að þessu sinni fara fram í Kópavogi 9. og 10. september n.k. Fulltrúar félagsmálanefndar á fundinum verða Ari Klængur Jónsson og Sædís María Jónatansdóttir.
4. Unicef.
Lögð fram til kynningar skýrsla Unicef um stöðu barna á Íslandi.
5. Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins, ársskýrsla 2009. 2011-05-0047
Lögð fram til kynningar ársskýrsla Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins fyrir árið 2009.
6. Önnur mál.
Sumarleyfi félagsmálanefndar
Félagsmálanefnd tekur hér með sumarfrí og er næsti fundur áætlaður þann 30. ágúst n.k.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:20.
Guðfinna M. Hreiðarsdóttir, formaður.
Rannveig Þorvaldsdóttir.
Ari Klængur Jónsson.
Margrét Geirsdóttir.
Sædís María Jónatansdóttir.
Harpa Stefánsdóttir.