Félagsmálanefnd - 356. fundur - 17. maí 2011
Mætt voru: Guðfinna Hreiðarsdóttir, formaður, Gunnar Þórðarson, Jón Reynir Sigurðsson, Ragnhildur Sigurðardóttir og Rannveig Þorvaldsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar, Anna Valgerður Einarsdóttir, Sigfríður Hallgrímsdóttir, Harpa Stefánsdóttir og Sædís María Jónatansdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu.
Anna Valgerður Einarsdóttir ritaði fundargerð.
Þetta var gert:
1. Trúnaðarmál.
Sex trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.
2. Forvarnarstefna Ísafjarðarbæjar. 2008-03-0032
Lagður fram til kynningar bæklingur og plakat með forvarnarstefnu Ísafjarðarbæjar. Félagsmálanefnd ákveður að halda kynningarfund um stefnuna þar sem þeir aðilar sem þátt tóku í forvarnarþinginu hafa kost á að staðfesta forvarnarstefnuna með undirskrift sinni. Félagsmálanefnd telur mikilvægt að forvarnarstefnan fái góða kynningu og að hún verði aðgengileg á heimasíðu Ísafjarðarbæjar.
3. Heimaþjónusta Ísafjarðarbæjar. 2011-03-0107
Lagt fram erindi frá Ingibjörgu Kjartansdóttur, deildarstjóra heimaþjónustunnar þar sem fram kemur að búið sé að endurskoða stöðugildi í heimaþjónustunni með tilliti til eftirspurnar eftir heimaþjónustu. Við endurskoðun kom í ljós að deildarstjóri getur hagrætt verkefnum á milli starfsmanna en endurskoðunin staðfestir að þörf er á aukningu stöðugilda um 7,5% stöðugildi í heimaþjónustu á Þingeyri. Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar leggur til við bæjarstjórn að samþykkt verði að stöðugildi í heimaþjónustu á Þingeyri verði aukið um 7,5% stöðugildi.
4. Þjónusta við eldri borgara í Önundarfirði og á Flateyri. 2011-04-0054
Starfsmaður greindi frá hugmyndum Félags eldri borgara í Önundarfirði og Skóla- og fjölskylduskrifstofu um að gerð verði þarfagreining vegna þjónustu við eldri borgara í Önundarfirði og á Flateyri.
Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar samþykkir að gerð verði þarfagreining vegna þjónustu við eldri borgara í Önundarfirði og á Flateyri.
5. Húsfélag Hlífar I.
Stofnað hefur verið húsfélagið Húsfélag Hlífar I vegna íbúða á Hlíf I. Aðilar að húsfélaginu eru Ísafjarðarbær, sem er eigandi að 24 íbúðum og einstaklingar sem eru eigendur samtals sex íbúða á Hlíf I. Stjórn húsfélagsins verður skipuð þremur stjórnarmönnum og mun Ísafjarðarbær eiga þar af tvo fulltrúa.
Félagsmálanefnd tilnefnir Rannveigu Þorvaldsdóttur og Sædísi Maríu Jónatansdóttur sem fulltrúa fyrir hönd Ísafjarðarbæjar í stjórn Húsfélags Hlífar I og Jón Reynir Sigurðsson og Margréti Geirsdóttur sem varafulltrúa. Stofnfundur Húsfélags Hlífar I er fyrirhugaður föstudaginn 27. maí n.k.
6. Húsfélag Hlífar II. 2008-04-0071
Starfsmaður greindi frá síðasta aðalfundi Húsfélags Hlífar II.
7. Heimahjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. 2010-03-0077
Starfsmenn kynntu niðurstöður viðræðna við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða um leiguverð húsnæðis á Hlíf fyrir heimahjúkrun. Starfsmenn leggja til að gengið verði að tilboði Heilbrigðisstofnunar í ljósi þeirra efnahagsþrenginga sem nú ganga yfir.
8. Starfsendurhæfing Vestfjarða. 2011-04-0068
Lagður fram til kynningar ársreikningur Starfsendurhæfingar Vestfjarða.
9. Virk, starfsendurhæfingarsjóður.
Lögð fram til kynningar ársskýrsla Virk, starfsendurhæfingarsjóðs.
10. Önnur mál.
- Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar. Ragnhildur Sigurðardóttir óskar eftir ársleyfi frá störfum í félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:30.
Guðfinna M. Hreiðarsdóttir, formaður
Gunnar Þórðarson
Rannveig Þorvaldsdóttir
Ragnhildur Sigurðardóttir
Jón Reynir Sigurðsson
Anna V. Einarsdóttir
Margrét Geirsdóttir
Sigfríður Hallgrímsdóttir
Sædís María Jónatansdóttir
Harpa Stefánsdóttir