Félagsmálanefnd - 355. fundur - 13. apríl 2011
Mætt voru: Guðfinna Hreiðarsdóttir, formaður, Gunnar Þórðarson, Jón Reynir Sigurðsson, Ragnhildur Sigurðardóttir og Rannveig Þorvaldsdóttir. Gunnar Þórðarson mætti til fundar að loknum trúnaðarmálum. Jafnframt sátu fundinn Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar, Anna Valgerður Einarsdóttir, Sigfríður Hallgrímsdóttir og Sædís María Jónatansdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu.
Anna Valgerður Einarsdóttir ritaði fundargerð.
Þetta var gert:
1. Trúnaðarmál.
Sex trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.
2. Heimaþjónusta Ísafjarðarbæjar. 2011-03-0107.
Starfsmaður gerði grein fyrir vinnu við endurskoðun á stöðugildum í heimaþjónustu. Víðfeðmt starfsvæði heimaþjónustunnar gerir samnýtingu starfsfólks erfiðari, en þjónustuþörfin í byggðakjörnunum er breytileg á hverjum tíma. Ingibjörg Kjartansdóttir, deildarstjóri heimaþjónustunnar, áætlar að skila niðurstöðum endurskoðunar á stöðugildum í heimaþjónustunni á næsta fundi félagsmálanefndar.
3. Félag eldri borgara í Önundarfirði. 2011-04-0054.
Lagt fram bréf dags. 11. apríl s.l. frá Guðmundi Hagalínssyni, formanni Félags eldri borgara í Önundarfirði og Jóni Fr. Jónssyni, ritara félagsins. Í bréfinu segir að hugmyndir um aukna þjónustu við eldri borgara í Önundarfirði hafi verið ræddar á aðalfundi félagsins. Fram kemur að fundurinn lýsi ánægju yfir að hreyfing sé komin á þessi mál. Fagna eldri borgarar öllum hugmyndum um bætta aðstöðu fyrir og til handa eldri borgurum í Önundarfirði. Félagsmálanefnd þakkar Félagi eldri borgara í Önundarfirði fyrir erindið og mun áfram leita eftir samvinnu við félagið og aðra hagsmunaaðila með það að markmiði að bæta þjónustu við eldri borgara í Önundarfirði.
4. Hlíf. 2007-03-0053.
Rætt um málefni Hlífar og viðhaldsþörf á húsnæði.
5. Heimahjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. 2010-03-0077.
Lagt fram bréf frá Herði Högnasyni, framkvæmdastjóra hjúkrunar á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, þar sem farið er fram á lækkun á leigu á aðstöðu Heimahjúkrunardeildar Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á Hlíf.
Félagsmálanefnd felur starfsmönnum að fara í viðræður við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða um leiguverð húsnæðis fyrir heimahjúkrun á Hlíf.
6. Fjárhagsaðstoð.
Starfsmenn gerðu grein fyrir stöðu mála vegna umsókna um fjárhagsaðstoð. Lagðar fram niðurstöðutölur vegna janúar, febrúar og mars, sem sýna fram á að kr. 2.200.000,- hafa verið greiddar í fjárhagsaðstoð á fyrstu þremur mánuðum ársins 2011.
7. Reykjadalur, sumar- og helgardvöl fatlaðra barna og ungmenna.
Lagt fram erindi frá Vilmundi Gíslasyni, framkvæmdastjóra Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, þar sem fram kemur beiðni til sveitarfélagsins um þátttöku í kostnaði við rekstur sumarbúða fyrir fötluð börn og ungmenni í Reykjadal í Mosfellsbæ. Fyrirhugaður kostnaður fyrir sumarið 2011 er kr. 122.700,-.
Félagsmálanefnd samþykkir að greiða umbeðið framlag en fyrirhugað er að þrír einstaklingar frá Ísafjarðarbæ sæki sumarbúðirnar á komandi sumri.
8. Jafnréttisáætlun Ísafjarðarbæjar. 2010-05-0008.
Ragnhildur Sigurðardóttir setti fram tillögur um hvernig staðið verði að fyrsta áfanga við gerð jafnréttisáætlunar fyrir Ísafjarðarbæ ásamt tímaáætlun.
Til að hægt sé að greina hvort starfsmönnum Ísafjarðarbæjar sé mismunað á grundvelli kyns, þarf ákveðin vitneskja, um aðstæður og störf starfsmanna að vera til staðar. Því er lagt til við félagsmálanefnd að fyrsti áfangi við gerð jafnréttisáætlunar verði kortlagning og þekkingaröflun, þar sem upplýsingar verða greindar eftir kyni.
Félagsmálanefnd samþykkir framkomnar tillögur og að launadeild sé falið að afla tölulegra upplýsinga um: fjölda kvenna og karla sem starfa hjá Ísafjarðarbæ, launamun karla og kvenna og skiptingu veikindadaga milli kynja. Jafnframt er starfsfólki Skóla- og fjölskylduskrifstofu falið að senda spurningalista til stofnana og deilda innan Ísafjarðarbæjar og safna svörum saman um vinnuumhverfi, vinnutíma, samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs, hæfniþróun og menntun.
9. Dagur umhverfisins. 2011-03-0101.
Lagt fram til kynningar bréf frá Umhverfisráðuneytinu um dag umhverfisins sem haldinn er 25. apríl hvert ár. Árið 2011 er ár skóga samkvæmt ákvörðun allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Markmið árs skóga er að auka vitund um sjálfbæra nýtingu, verndun og þróun skóga. Í ljósi þess er dagur umhverfisins á árinu 2011 helgaður skógum. Erindi bréfsins er að hvetja félög, skóla og sveitarfélög til að taka virkan þátt í degi umhverfisins t.d. með uppákomum og fræðslu um skóga eða önnur umhverfismál.
10. Önnur mál.
a) Fundargerð nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis.
Lögð fram til kynningar fundargerð 4. fundar nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis.
b) Fundargerð verkefnahóps Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks.
Lögð fram til kynningar fundargerð 5. fundar verkefnahóps Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks.
Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 18:09.
Guðfinna M. Hreiðarsdóttir, formaður.
Gunnar Þórðarson.
Rannveig Þorvaldsdóttir.
Ragnhildur Sigurðardóttir.
Sædís María Jónatansdóttir.
Anna V. Einarsdóttir.
Margrét Geirsdóttir.
Sigfríður Hallgrímsdóttir.
Jón Reynir Sigurðsson.