Félagsmálanefnd - 350. fundur - 7. desember 2010
Mætt voru: Guðfinna Hreiðarsdóttir, formaður, Gunnar Þórðarson, Jón Reynir Sigurðsson, Ragnhildur Sigurðardóttir og Rannveig Þorvaldsdóttir. Jafnframt sat fundinn Sædís María Jónatansdóttir, starfsmaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar.
Sædís María Jónatansdóttir ritaði fundargerð.
Þetta var gert:
1. Trúnaðarmál.
Þrjú trúnaðarmál rædd og fært til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.
2. Fjárhagsáætlun 2011. 2010-09-0031.
Lagðar fram fjárhagsáætlanir fyrir málaflokka félagsmálanefndar, sem samanstanda af félagsþjónustu og öldrunarþjónustu. Starfsmanni er falið að afla nánari upplýsinga vegna framkominna athugasemda.
3. Vesturafl, styrkbeiðni. 2010-12-0005.
Lagt fram erindi frá Hörpu Guðmundsdóttur, forstöðumanni Vesturafls, þar sem hún óskar eftir styrk fyrir starfsemina rekstrarárið 2011. Óskað er eftir sömu upphæð og veitt hefur verið undanfarin tvö ár.
Félagsmálanefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
4. Þjónusta við aldraða. 2009-06-0001.
Rætt um breytingar á þjónustu við aldraða með hliðsjón af gerð fjárhagsáætlunar árið 2011. Félagsmálanefnd óskar eftir áliti þjónustuhóps aldraðra á framkomnum hagræðingartillögum.
5. Sjónarhóll. 2008-12-0044.
Lagt fram bréf frá Sjónarhóli, áframsent frá bæjarráði Ísafjarðarbæjar þann 15. nóvember s.l., þar sem leitast er eftir að sveitarfélagið styrki starfsemi ráðgjafamiðstöðvarinnar. Í bréfinu er að nokkru gerð grein fyrir starfsemi ráðgjafamiðstöðvarinnar.
Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar telur sér ekki fært að verða við beiðni Sjónarhóls, að þessu sinni.
6. Kvennaathvarf. 2010-11-0002.
Lagt fram bréf frá Þórlaugu R. Jónsdóttur, rekstrarstjóra Kvennaathvarfs, dags. í október 2010, þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk kr. 300.000,- fyrir komandi starfsár. Umsókninni fylgir fjárhagsáætlun fyrir árið 2011. Í bréfinu er greint frá starfsemi samtaka um kvennaathvarf.
Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar samþykkir að veita Kvennaathvarfi styrk að upphæð kr. 30.000,- vegna ársins 2011.
7. Kvennaráðgjöfin. 2010-11-0046.
Lagt fram bréf frá Kvennaráðgjöfinni, áframsent frá bæjarráði Ísafjarðarbæjar þann 23. nóvember s.l., þar sem leitast er eftir fjárframlagi frá sveitarfélaginu. Í bréfinu eru tilgreind helstu verkefni Kvennaráðgjafarinnar og sótt er um styrk að fjárhæð kr. 500.000,-. Umsókninni fylgir fjárhagsáætlun fyrir árið 2011.
Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar telur sér ekki fært að samþykkja erindið að þessu sinni.
8. Frumvarp til laga um málefni fatlaðra. 2010-12-0018 Rætt um frumvarp til laga um málefni fatlaðra, en fulltrúar Ísafjarðarbæjar í starfshópi um yfirfærslu á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga sendu umsögn um frumvarpið inn til nefndarsviðs Alþingis.
Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 17:50.
Guðfinna M. Hreiðarsdóttir, formaður.
Gunnar Þórðarson.
Rannveig Þorvaldsdóttir.
Jón Reynir Sigurðsson.
Ragnhildur Sigurðardóttir.
Sædís María Jónatansdóttir.