Félagsmálanefnd - 343. fundur - 30. júní 2010
Mætt voru: Guðfinna Hreiðarsdóttir, formaður, Jón Reynir Sigurðsson, Ragnhildur Sigurðardóttir og Rannveig Þorvaldsdóttir. Gunnar Þórðarson boðaði forföll og í hans stað mætti Sturla Páll Sturluson. Jafnframt sátu fundinn Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla-og fjölskylduskrifstofu og Sædís María Jónatansdóttir, starfsmaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar. Sædís María Jónatansdóttir ritaði fundargerð.
Þetta var gert:
1. Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar.
Nýkjörinn formaður félagsmálanefndar, Guðfinna Hreiðarsdóttir, bauð aðra nefndarmenn velkomna til starfa. Kjörnum fulltrúum félagsmálanefndar voru afhent erindisbréf og nefndarmappa. Rætt um helstu verkefni félagsmálanefndar, fundartíma, fundarboð og forföll.
2. Trúnaðarmál.
Þrjú trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.
3. Starfshópur um yfirfærslu á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.
2009-10-00001.
Á fundi sínum þann 4. maí 2010 lagði félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar það til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að stofnaður yrði starfshópur til að vinna að undirbúningi yfirfærslu málefna fatlaðra til sveitarfélagsins. Fulltrúar Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar verða Margrét Geirsdóttir og Anna Valgerður Einarsdóttir. Fulltrúi félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar í starfshópunum verður Guðfinna Hreiðarsdóttir. Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra hefur jafnframt tilnefnt af sinni hálfu þær Sóley Guðmundsdóttur og Hörpu Stefánsdóttur. Í bréfi dagsettu þann 16. maí 2010 óskaði Styrktarfélag fatlaðra á Vestfjörðum eftir því að félagið ætti fulltrúa í starfshópnum og var það samþykkt. Fulltrúi Styrktarfélagsins verður Auður Finnbogadóttir.
4. Þjónustuhópur aldraðra.
Með vísan til 7. gr. laga um málefni aldraðra nr. 125/1999 leggur félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að Rannveig Þorvaldsdóttir verði formaður þjónustuhóps aldraðra á komandi kjörtímabili. Varamaður fyrir Rannveigu verði Jón Reynir Sigurðsson. Jafnframt að Sædís María Jónatansdóttir verði aðalmaður í hópnum en varamaður fyrir hana verði Margrét Geirsdóttir.
5. Hlíf, húsnæðismál.
Sædís María Jónatansdóttir greindi frá endurskiplagningu á nýtingu á húsnæði Ísafjarðarbæjar á Hlíf.
6. Önnur mál.
A. Þjónusta við aldraða.
Félagsmálanefnd stefnir að því að heimsækja Tjörn, Sunnuhlíð, Félagsbæ og Hlíf á hausti komanda og jafnframt að óska eftir því við Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Vestfjörðum að félagsmálanefnd verði kynnt starfsemi skrifstofunnar.
Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 18:10.
Guðfinna M. Hreiðarsdóttir, formaður
Jón Reynir Sigurðsson
Rannveig Þorvaldsdóttir
Sturla Páll Sturluson
Ragnhildur Sigurðardóttir
Sædís María Jónatansdóttir
Margrét Geirsdóttir