Félagsmálanefnd - 337. fundur - 26. janúar 2010
Mætt voru: Gísli H. Halldórsson, formaður, Rannveig Þorvaldsdóttir og Elín Halldóra Friðriksdóttir. Kristín Oddsdóttir sat fundinn í forföllum Hrefnu R. Magnúsdóttur og Gréta Gunnarsdóttir í forföllum Ingu S. Ólafsdóttur. Jafnframt sátu fundinn Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu, Guðný Steingrímsdóttir og Anna Valgerður Einarsdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu.
Guðný Steingrímsdóttir ritaði fundargerð.
Þetta var gert:
1. Jafnréttisstofa
Lagður fram til kynningar bæklingur frá Jafnréttisstofu, sem er hluti af aðgerðum til að auka hlut kvenna í komandi sveitarstjórnarkosningum.
2. Klúbburinn Geysir
Lagt fram erindi frá Klúbbnum Geysi, þar sem óskað er eftir fjárstyrk.
Félagsmálanefnd hafnar erindinu og kýs að styðja sambærilegt starf í eigin sveitarfélagi.
3. Trúnaðarmál
Sex trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálamöppu félagsmálanefndar.
4. Önnur mál
a) Starfsdagur félagsmálanefndar
Umræða um málefni sem tekin verða fyrir á starfsdegi nefndarinnar í febrúar n.k.
b) Þjónusta við aldraða.
Rætt um umsóknir sem sendar voru til Framkvæmdasjóðs aldraðra. Umsókn um byggingu hjúkrunarheimilis, umsókn varðandi tækjakost til dagvistar á Hlíf og umsókn vegna breytinga vegna flutnings vinnustofu upp á 4. hæð Hlífar. Einnig rætt um skipulagsbreytingar á Hlíf, um flutning heimaþjónustu, aðstöðu fyrir félag eldri borgara og aðstöðu fyrir heimahjúkrun.
Fundir voru haldnir í desember og janúar með íbúum Hlífar til að kynna hugmyndir um skipulagsbreytingar sem og breytingu á þjónustu.
Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 18: 20.
Gísli H. Halldórsson, formaður
Gréta Gunnarsdóttir
Kristín Oddsdóttir
Rannveig Þorvaldsdóttir
Elín Halldóra Friðriksdóttir
Margrét Geirsdóttir
Anna Valgerður Einarsdóttir
Guðný Steingrímsdóttir