Félagsmálanefnd - 335. fundur - 8. desember 2009
Mætt voru: Gísli H. Halldórsson, formaður, Inga S. Ólafsdóttir, Rannveig Þorvaldsdóttir og Kristín Oddsdóttir sem sat fundinn í forföllum Hrefnu R. Magnúsdóttur. Elín Halldóra Friðriksdóttir boðaði forföll en ekki kom varamaður í hennar stað. Jafnframt sátu fundinn Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu, Anna Valgerður Einarsdóttir og Guðný Steingrímsdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu.
Guðný Steingrímsdóttir ritaði fundargerð.
Þetta var gert:
1. Vesturafl. 2008-12-0025.
Til fundar við félagsmálanefnd mætti Harpa Guðmundsdóttir iðjuþjálfi og kynnti rekstur Vesturafls árið 2009 og rekstraráætlun fyrir árið 2010. Rætt var um starfsemina og umsókn um fjárstyrk fyrir árið 2010 að upphæð kr. 1.200.000,-. Félagsmálanefnd tekur jákvætt í erindið enda hefur starfsemin gengið framúrskarandi vel. Nefndin vísar erindinu til fjárhagsáætlunargerðar.
2. Stígamót. 2009-12-0025.
Lagt fram erindi frá Stígamótum þar sem óskað er eftir fjárstyrk fyrir rekstrarárið 2010. Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar telur sér ekki fært að verða við erindinu.
3. Rannsókn á ofbeldi gegn konum.
Lögð fram til kynningar rannsókn sem gerð var á ofbeldi gegn konum. Rannsóknarsetur í barna- og fjölskylduvernd við Háskóla Íslands vann að rannsókninni fyrir félags- og tryggingarmálaráðuneytið árið 2009. Rannsóknin er liður í aðgerðaráætlun stjórnvalda gegn ofbeldi karla gegn konum.
4. Gjaldskrá þjónustu á Skóla- og fjölskylduskrifstofu. 2009-09-0021.
Umræða um gjaldskrá þjónustu á Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar. Félagsmálanefnd felur starfsmönnum Skóla- og fjölskylduskrifstofu að koma með tillögur að breytingu á gjaldskrá fyrir næsta fund félagsmálanefndar.
5. Verkaskipting milli ríkis og sveitarfélaga. 2009-12-0013.
Lagt fram til kynningar erindi frá Einari Njálssyni, sérfræðingi á fjármálasviði í félags- og tryggingamálaráðuneyti. Erindið fjallar um ákvörðun um að hefja endurskoðun á verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga og var lagt fyrir 636. fund bæjarráðs Ísafjarðarbæjar þann 23. nóvember 2009. Félagsmálanefnd telur erindið vera gott innlegg í þá vinnu sem framundan er.
6. Þjónusta við aldraða. 2009-06-0001.
Rætt um breytingar á þjónustu við aldraða með hliðsjón af gerð fjárhagsáætlunar árið 2010. Félagsmálanefnd ráðleggur tilfærslu á stöðugildum milli dagvistar/vinnustofu á Suðureyri og
Þingeyri. Félagsmálanefnd samþykkir að gera ráð fyrir flutningi stjórnunar heimaþjónustu upp á Hlíf á árinu 2010. Gera þarf ráð fyrir að því fylgi aukning um 0,6 stöðugildi til að byrja með.
Félagsmálanefnd telur æskilegt að dagvist og vinnustofa aldraðra á Hlíf flytjst upp á 4. hæð. Jafnframt telur félagsmálanefnd æskilegt að starfsemi dagvistar sé stýrt af fagaðila.
7. Fjárhagsáætlun 2010. 2009-09-0021.
Umræða um fjárhagsáætlun 2010. Í ljósi þeirra verkefna sem framundan eru og vaxandi þunga í félagsþjónustu telur félagsmálanefnd þörf á að ráðið verði í fast stöðugildi félagsráðgjafa á Skóla- og fjölskylduskrifstofu. Stöðugildið fellur annars niður í lok febrúar 2010.
Gísli H. Halldórsson, formaður.
Inga S. Ólafsdóttir.
Kristín Oddsdóttir.
Rannveig Þorvaldsdóttir.
Margrét Geirsdóttir.
Guðný Steingrímsdóttir.
Anna Valgerður Einarsdóttir.