Félagsmálanefnd - 326. fundur - 17. mars 2009
Mætt voru: Gísli H. Halldórsson, formaður, Ásthildur Gestsdóttir, Rannveig Þorvaldsdóttir, Elín Halldóra Friðriksdóttir og Hrefna R. Magnúsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar, Anna Valgerður Einarsdóttir, Guðný Steingrímsdóttir og Sædís María Jónatansdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu. Sædís María Jónatansdóttir ritaði fundargerð.
Þetta var gert:
1. Vesturafl. 2008-12-0025.
Harpa Guðmundsdóttir iðjuþjálfi kom og kynnti rekstur Vesturafls árið 2008 og rekstraráætlun fyrir árið 2009.
Rætt um starfsemi Vesturafls og styrkbeiðni til Ísafjarðarbæjar. Félagsmálanefnd vill óska Vesturafli til hamingju með nýtt húsnæði og með að vera formlega orðin sjálfseignarstofnun.
2. Jafnréttisþing á Ísafirði. 2009-03-0051
Dagana 10.-11. september er fyrirhugað að haldið verði jafnréttisþing á Ísafirði í samvinnu við Jafnréttisstofu. Jafnréttisstofa leggur til að aðalumfjöllunarefni þingsins verði komandi sveitarstjórnarkosningar. Guðnýju Steingrímsdóttur er falið að vera tengiliður verkefnisins fyrir Ísafjarðarbæ.
3. Liðveisla sumarið 2009. 2003-03-0106.
Rætt um liðveislu fyrir fötluð börn sumarið 2009. Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar samþykkir að veita félagslega liðveislu í samræmi við þá þjónustu sem önnur börn fá frá vinnuskólanum, þ.e. í sex klst. á dag í sex vikur. Þjónustuna er hægt að nýta sem stuðning í vinnuskólanum eða sem stuðning í önnur tómstundatilboð. Til viðbótar er hægt að sækja um hefðbundna félagslega liðveislu að hámarki tuttugu klst. á mánuði skv. reglum um liðveislu.
4. Félag íslenskra félagsliða.
Lagður fram til kynningar bæklingur frá Félagi íslenskra félagsliða þar sem kynnt er starfsheitið félagsliði og helstu störf þeirra.
5. Evrópuverkefni. 2009-03-0035.
Lagt fram til kynningar erindi frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga þar sem boðað er til kynningarfundar um möguleika á styrkjum til að taka þátt í evrópskum verkefnum. Fundurinn verður haldinn í fundarsal Háskólaseturs Vestfjarða mánudaginn 23. mars 2009, kl. 11.00 ? 15.00.
6. Trúnaðarmál.
Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálamöppu félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar.
7. Önnur mál.
a. Sumar- og helgardvöl fatlaðra barna og ungmenna í Reykjadal, Mosfellsbæ 2009. 2009-02-0021
Lagt fram bréf frá Vilmundi Gíslasyni, framkvæmdastjóra Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra þar sem óskað er eftir hlutdeild Ísafjarðarbæjar vegna dvalar tveggja barna að Reykjadal sumarið 2009. Félagsmálanefnd samþykkir að greiða allt að kr. 116.000,- vegna sumardvalarinnar.
b. Þjónustudeildin á Hlíf. 2005-02-0121
Rætt um málefni þjónustudeildarinnar á Hlíf.
Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 16:30.
Gísli H. Halldórsson, formaður.
Hrefna R. Magnúsdóttir.
Ásthildur Gestsdóttir.
Rannveig Þorvaldsdóttir.
Elín Halldóra Friðriksdóttir.
Sædís María Jónatansdóttir, ráðgjafi.
Guðný Steingrímsdóttir, félagsráðgjafi.
Anna Valgerður Einarsdóttir, ráðgjafi.
Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar