Félagsmálanefnd - 319. fundur - 7. október 2008

Mætt voru: Gísli H. Halldórsson, formaður, Ásthildur Gestsdóttir, Rannveig Þorvaldsdóttir, Elín Halldóra Friðriksdóttir og Hrefna R. Magnúsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu, Anna Valgerður Einarsdóttir, Guðný Steingrímsdóttir og Sædís María Jónatansdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu. Sædís María Jónatansdóttir ritaði fundargerð.


Þetta var gert:



1. Trúnaðarmál.


Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálamöppu félagsmálanefndar.



2. Félag eldri borgara á Ísafirði. 2008-08-0023


Rætt um framtíðarhúsnæði fyrir Félag eldri borgara á Ísafirði. Starfsmanni nefndarinnar falið að bjóða formanni og stjórn félags eldri borgara á Ísafirði á fund með félagsmálanefnd þar sem húsnæðismálin verða rædd.



3. Stefnumótun Sambands íslenskra sveitarfélaga í málefnum innflytjenda. 2008-02-0037


Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar lýsir yfir ánægju með stefnumótun Sambands íslenskra sveitarfélaga í málefnum innflytjenda. Félagsmálanefnd telur hyggilegt að samþætta hagsmunamál innflytjenda og barna þeirra inn í alla stefnumótun, stjórnsýslu og þjónustu sveitarfélaga og fagnar auknu samstarfi á þessu sviði á milli ríkis, sveitarfélaga og atvinnurekenda sem stuðli að bættri þjónustu. Félagsmálanefnd gerir nokkrar athugasemdir við stefnumótunina og felur starfsmanni að koma þeim á framfæri.



4. Stefnumótun félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar. 2007-12-0001


Unnið að stefnumótun félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 18:00.


Gísli H. Halldórsson, formaður.


Hrefna R. Magnúsdóttir.


Ásthildur Gestsdóttir.


Rannveig Þorvaldsdóttir.


Elín Halldóra Friðriksdóttir.


Sædís María Jónatansdóttir, ráðgjafi.


Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu.


Anna Valgerður Einarsdóttir, ráðgjafi.


Guðný Steingrímsdóttir, félagsráðgjafi.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?