Félagsmálanefnd - 307. fundur - 26. mars 2008

Mætt voru: Ásthildur Gestsdóttir, formaður, Rannveig Þorvaldsdóttir og Elín Halldóra Friðriksdóttir. Gísli H. Halldórsson boðaði forföll og í hans stað mætti Bryndís Birgisdóttir. Hrefna R. Magnúsdóttir boðaði forföll og í hennar stað mætti Helga Björk Jóhannsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Sædís María Jónatansdóttir og Anna V. Einarsdóttir starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu.


Sædís María Jónatansdóttir ritaði fundargerð.


 


Þetta var gert:



1. Trúnaðarmál. 


Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálamöppu félagsmálanefndar.



2. Önnur mál.


Aðgengi fatlaðra að Sundhöll Ísafjarðar.


Lögð fram greinargerð forstöðumanns Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar ásamt bréfi dags. 17. mars 2008 frá Birni Helgasyni fyrrverandi íþrótta- og æskulýðsfulltrúa Ísafjarðarbæjar, bréfi dags. 17. mars 2008 frá Sóleyju Guðmundsdóttur framkvæmdastjóra Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Vestfjörðum og bréfi frá Steinþóri Bragasyni hjá Vélsmiðju Ísafjarðar þar sem fjallað er um aðgengi fatlaðra að Sundhöll Ísafjarðar við Austurveg. Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar tekur undir að brýnna aðgerða sé þörf til að bæta aðgengi að stofnunum Ísafjarðarbæjar og telur að aðgengi að Sundhöll Ísafjarðar ætti að vera þar í forgangi. Félgasmálanefnd felur forstöðumanni Skóla- og fjölskylduskrifstofu að kanna hvort svigrúm sé til úrbóta innan fjárhagsáætlunar þessa árs. Að öðrum kosti sé mikilvægt að gera ráð fyrir úrbótum við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2009.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 17:30.


Ásthildur Gestsdóttir, formaður.


Elín Halldóra Friðriksdóttir.      


Helga Björk Jóhannsdóttir.


Rannveig Þorvaldsdóttir.    


Bryndís Birgisdóttir.


Anna Valgerður Einarsdóttir,  ráðgjafi.   


Sædís María Jónatansdóttir,  ráðgjafi.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?