Félagsmálanefnd - 306. fundur - 4. mars 2008

Mætt voru: Gísli H. Halldórsson, formaður, Hrefna R. Magnúsdóttir,  Ásthildur Gestsdóttir og Elín Halldóra Friðriksdóttir. Rannveig Þorvaldsdóttir boðaði forföll og í hennar stað mætti Helga Jóhannsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu og Anna V. Einarsdóttir starfsmaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu.


Anna V. Einarsdóttir ritaði fundargerð.


 


Þetta var gert:



1. Stefnumótun Sambands íslenskra sveitarfélaga í málefnum innflytjenda.  2008-02-0037.


Lagt fram bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 5. febrúar s.l. þar sem óskað er eftir að sveitarfélög komi á framfæri sjónarmiðum sínum í stefnumótunarvinnunni. 


Lagt fram sérstakt fyrirspurnarform sem fylgdi bréfinu ásamt svari forstöðumanns Skóla- og fjölskylduskrifstofu.



2. Ráðgjafaskóli Íslands. - Forvarnarskólinn.  2008-02-0012.


Lagt fram til kynningar bréf frá Ráðgjafarskóla Íslands dagsett 5. febrúar s.l., ásamt bæklingi. Í bréfinu kemur fram, að Forvarnarskólinn hyggst bjóða upp á nám á Ísafirði á haustönn 2008.  Óskað er eftir liðsinni við að koma á fundi með áhugasömum aðilum til að kynna þessa hugmynd nánar.  Jafnframt er lagt fram fundarboð dagsett 11. febrúar s.l., þar sem boðað er til fundar föstudaginn 28. mars n.k. kl. 13:00 í Ráðgjafa & Nuddsetrinu, Sindragötu 7, Ísafirði.



3. Lifandi ráðgjöf og Eitt skref.  2008-02-0056.


Lagt fram til kynningar bréf frá Lifandi ráðgjöf og Einu skrefi, sem bjóða upp á námskeið, fræðslu og ráðgjöf varðandi áfengis- og fíkniefnamál fyrir einstaklinga, fjölskyldur, stofnanir og fyrirtæki.



4. Stefnumótun félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar.


Unnið við stefnumótun félagsmálanefndar.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 17:00.


Gísli H. Halldórsson, formaður.


Elín Halldóra Friðriksdóttir.      


Helga Jóhannsdóttir.


Hrefna R. Magnúsdóttir.    


Ásthildur Gestsdóttir.


Anna Valgerður Einarsdóttir,  ráðgjafi.    


Margrét Geirsdóttir, forstöðum. Skóla- og fjölskylduskrst.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?