Félagsmálanefnd - 293. fundur - 23. október 2007

Mætt voru:  Gísli H. Halldórsson, formaður, Ásthildur Gestsdóttir, Hrefna R. Magnúsdóttir, Elín Halldóra Friðriksdóttir og Rannveig Þorvaldsdóttir. Jafnframt sat fundinn Sædís María Jónatansdóttir, starfsmaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu, sem ritaði fundargerð.


 


Þetta var gert:



1. Trúnaðarmál. 


Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálamöppu félagsmálanefndar.



2. Önnur mál.


A. Lagt bréf frá Jóhanni Thoroddsen sálfræðingi, dags. 7. október 2007 um hækkun á gjaldi á sálfræðiþjónustu til Ísafjarðarbæjar, úr kr. 6.500,- í kr. 7.000,- fyrir hvern tíma frá 1. október s.l.. Félagsmálanefnd Ísafjarðar gerir ekki athugasemdir við þessa hækkun.


B. Tekin fyrir umsókn frá Ólöfu Árnýju Þorkelsdóttur kt. 270378-5289, um leyfi til daggæslu í heimahúsi.  Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar veitir viðkomandi leyfi til daggæslu í heimahúsi, þegar Slökkvilið Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt húsnæðið.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 17:30.


Gísli H. Halldórsson, formaður.


Ásthildur Gestsdóttir.   


Rannveig Þorvaldsdóttir.


Hrefna R. Magnúsdóttir. 


Elín H. Friðriksdóttir.         


Sædís María Jónatansdóttir, ráðgjafi á Skóla- og fjölskylduskr. 



Er hægt að bæta efnið á síðunni?