Félagsmálanefnd - 286. fundur - 6. júní 2007
Mætt voru: Gísli H. Halldórsson, formaður, Hrefna R. Magnúsdóttir, Rannveig Þorvaldsdóttir, Ásthildur Gestsdóttir og Elín Halldóra Friðriksdóttir. Jafnframt sat fundinn Margrét Geirsdóttir, starfsmaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar.
Margrét Geirsdóttir ritaði fundargerð.
Þetta var gert:
1. Trúnaðarmál.
Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálamöppu félagsmálanefndar.
2. Diplómanám í öldrunarþjónustu. 2007-04-0037.
Lagt fram til kynningar bréf frá Háskóla Íslands frá því í mars, þar sem kynnt er ný námsleið, diplómanám í öldrunarþjónustu, sem hefst haustið 2007 í félags-vísindadeild.
3. Æskulýðslög. 2007-05-0069.
Lögð fram til kynningar ný samþykkt æskulýðslög nr. 70/2007, áframsend frá fundi bæjarráðs þann 31. maí 2007. Umræður áttu sér stað um lögin og nefndarmenn lýsa yfir ánægju sinni með þau.
4. Uppsögn á samningi vegna félagsstarfs aldraðra á Flateyri. 2007-05-0092.
Lagt fram bréf frá Sigríði Magnúsdóttur dagsett 22. maí 2007, þar sem hún segir upp samningi sínum sem verktaki fyrir Ísafjarðarbæ á félagsstarfi aldraðra í Önundarfirði. Uppsögnin tók gildi þann 1. júní 2007. Félagsmálanefnd óskar eftir fundi með stjórn Félagsbæjar og felur starfsmanni að boða til hans.
5. Skýrsla um félagsþjónustu sveitarfélagsins árið 2006.
Lögð fram til kynningar skýrsla um félagsþjónustu sveitarfélagsins árið 2006 til Hagstofu Íslands.
6. Fræðsludagar ,,Valdefling í verki?.
Lögð fram til kynningar dagskrá fræðsludaganna ,,Valdefling í verki?, sem haldnir verða á Ísafirði dagana 7. og 8. júní 2007.
7. Svar við fyrirspurn frá Hrefnu R. Magnúsdóttur frá 284. fundi félagsmálanefndar.
Á 284. fundi félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar þann 8. maí 2007 bar Hrefna R.
Magnúsdóttir, fulltrúi í félagsmálanefnd, upp fyrirspurn um hvort formlega væri búið að loka þeirri aðstöðu sem eigi að vera fyrir ungmenni á aldrinum 16-25 ára í Gamla Apotekinu.
Því er til að svara að matsskýrslu um stöðu Gamla Apoteksins er að vænta um miðjan júní 2007 og verður hún kynnt í félagsmálanefnd eftir að íþrótta- og tómstundanefnd hefur fengið skýrsluna til umfjöllunar.
8. Reglur Ísafjarðarbæjar um veitingu fjárhagsaðstoðar.
Fram haldið vinnu nefndarinnar við endurskoðun reglna um veitingu fjárhagsaðstoðar.
9. Önnur mál.
a. Rannveig Þorvaldsdóttir greindi ítarlega frá landsfundi jafnréttisnefnda sem hún sótti sem fulltrúi félagsmálanefndar.
b. Greint frá áformum um íslenskunámskeið í sumar fyrir erlend börn. Um samstarfsverkefni nokkurra aðila er að ræða, en ekki ljóst á þessari stundu hversu margir þeir verða. Félagsmálanefnd fagnar framtakinu og óskar eftir nánari upplýsingum á næsta fundi nefndarinnar.
Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 18:50.
Gísli H. Halldórsson, formaður.
Elín Halldóra Friðriksdóttir.
Rannveig Þorvaldsdóttir.
Hrefna R. Magnúsdóttir.
Ásthildur Gestsdóttir.
Margrét Geirsdóttir, Skóla- og fjölsk.skr.