Félagsmálanefnd - 276. fundur - 9. nóvember 2006

Mætt voru: Gísli H. Halldórsson, formaður, Hrefna R. Magnúsdóttir, Rannveig Þorvaldsdóttir, Jón Svanberg Hjartarson, Margrét Geirsdóttir  og Ingibjörg María Guðmundsdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar.


Ásthildur Gestsdóttir boðaði forföll, en engin mætti í hennar stað.


Ingibjörg María Guðmundsdóttir ritaði fundargerð.


 


Þetta var gert:



1. Fjárhagsáætlun.   2006-10-0014


Lagðar fram tillögur deildarstjóra vegna fjárhagsáætlunar 2007 ásamt uppfærðri gjaldskrá miðað við forsendur bæjarráðs.


Til fundar við nefndina mætti Grétar Þórðarson fostöðumaður á Hlíf.


Félagsmálanefnd leggur áherslu á að bæta aðbúnað leiguíbúða á Hlíf og telur úrbóta þörf varðandi aðstöðu til böðunar og í borðstofu og einnig að viðhald íbúða verði inni í áætlun, samtals 9,5 m.kr. Félagsmálanefnd mælir með því við bæjarstjórn að hækkun húsaleigu á Hlíf verði ekki 10%, heldur miðuð við verðlagshækkanir síðustu 12 mánuði. Félagsmálanefnd leggur til við bæjarstjórn að tekið verði gjald fyrir vottorð, um að einstaklingar hafi ekki notið fjárhagsaðstoðar.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 17:55.


Gísli H. Halldórsson, formaður.


Rannveig Þorvaldsdóttir.    


Jón Svanberg Hjartarson. 


Hrefna R. Magnúsdóttir.


Ingibjörg María Guðmundsdóttir, forstm. Skóla- og fjölskylduskrifstofu.    


Margrét Geirsdóttir, ráðgjafi.   





     


 


 



Er hægt að bæta efnið á síðunni?