Félagsmálanefnd - 268. fundur - 9. maí 2006
Mætt voru: Kristjana Sigurðardóttir, formaður, Hörður Högnason, Védís Geirsdóttir, og Gréta Gunnarsdóttir. Jón Svanberg Hjartarson boðaði forföll og varamaður komst ekki í hans stað.
Jafnframt sátu fundinn Ingibjörg María Guðmundsdóttir og Anna Valgerður Einarsdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu.
Anna Valgerður Einarsdóttir ritaði fundargerð.
Þetta var gert:
1. Trúnaðarmál.
TrúNaðarmál rædd og færð til bókar í lausblaðamöppu félagsmálanefndar.
2. Ráðgjafaþjónusta Vestfjarða. 2006-05-0010.
Lagt fram bréf frá Stefáni Dan Óskarssyni, þar sem hann kynnir hugmyndir um stofnun fyrirtækis, sem sérhæfir sig í eftirmeðferð fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga og óskar eftir samstarfi við bæjaryfirvöld þar að lútandi.
Félagsmálanefnd fagnar erindinu og felur starfsmönnum að fylgja því eftir.
Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 17:05.
Kristjana Sigurðardóttir, formaður.
Hörður Högnason.
Védís Geirsdóttir.
Gréta Gunnarsdóttir.
Anna Valgerður Einarsdóttir.
Ingibjörg María Guðmundsdóttir.