Félagsmálanefnd - 262. fundur - 6. desember 2005
Hörður Högnason boðaði forföll, enginn mætti í hans stað.
Fundarritari var: Ingibjörg María Guðmundsdóttir.
Þetta var gert:
- Trúnaðarmál.
- Húsaleigubætur.
- Styrkbeiðni Kvennaathvarfs. 2005-11-0072.
- Fjárhagsáætlun 2006.
Trúnaðarmál færð til bókar í lausblaðamöppu félagsmálanefndar.
Lögð var fram áætlun um heildargreiðslur húsaleigubóta á árinu 2006, sem senda skal Jöfnunarsjóði sveitarfélaga ár hvert fyrir 1. desember. Áætlunin hljóðar upp á tæpar 29 milljónir króna.
Lagt fram til kynningar.
Lögð var fram umsókn dagsett í nóvember 2005, frá Kvennaathvarfi um rekstrarstyrk á árinu 2006. Umsókninni fylgir fjárhagsáætlun fyrir árið 2006. Sótt er um styrk að upphæð kr. 200.000.-
Félagsmálanefnd samþykkir rekstarstyrk að upphæð kr. 100.000.-
Lögð var fram sundurliðuð fjárhagsáætlun fyrir félagssvið Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2006, ásamt stefnuræðu bæjarstjóra við fyrri umræðu um fjárhagsáætlun. Gert er ráð fyrir að rekstur þessa málaflokks verði líkur rekstri yfirstandandi árs.
Félagsmálanefnd ítrekar tillögu að nýrri gjaldskrá í heimaþjónustu á árinu 2006.
5. Önnur mál.
Fram var lagt afrit af bréfi til formanna nefnda Ísafjarðarbæjar, dagsett 30. nóvember 2005, undirritað af bæjarritara. Bréfinu fylgja áherslupunktar frá íbúasamtökunum Átaki á Þingeyri, sem unnir voru af stjórn þess á haustdögum 2005. Erindinu dreift að beiðni Halldórs Halldórssonar bæjarstjóra.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og fundi slitið kl. 17:40.
Kristjana Sigurðardóttir, formaður.
Gréta Gunnarsdóttir. Jón Svanberg Hjartarson.
Védís Geirsdóttir.
Ingibjörg María Guðmundsdóttir. Erna Stefánsdóttir.