Félagsmálanefnd - 260. fundur - 18. október 2005

Mætt voru: Kristjana Sigurðardóttir, formaður, Védís Geirsdóttir, Jón Svanberg Hjartarson, Gréta Gunnarsdóttir og Hörður Högnasson. Ennfremur sátu fundinn Anna Valgerður Einarsdóttir og Erna Stefánsdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu. Fundargerð ritaði Anna V. Einarsdóttir.

Þetta var gert:


1. Trúnaðarmál.



Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í lausblaðamöppu félagsmálanefndar.



2. Gjaldskrá heimaþjónustu. 2005-03-0018.



Lögð fram greinargerð með tillögum félagsmálanefndar að gjaldskrá fyrir heimaþjónustu.


Félagsmálanefnd mælir með því við bæjarstjórn að gjaldskrá heimaþjónustu verði breytt til samræmis við tilögur félagsmálanefndar.



3. Gjaldskrá leikskóla, leikskóladvöl utan lögheimilissveitafélags og niðurgreiðsla dagvistargjalda. 2005-04-0035.



Lagt fram bréf með tillögum bæjarstjóra að gjaldskrá leikskóla, leikskóladvöl utan lögheimilissveitarfélags og niðurgreiðslu dagvistargjalda hjá dagmæðrum. Félagsmálanefnd leggur til að liður 1b breytist og systkinaafsláttur vegna annars barns verði 30% og 100% afsláttur vegna þriðja barns á leikskóla.


Greinargerð: Fjölskyldur með þrjú börn eða fleiri á leikskóla eru fáar en miklu skiptir fyrir afkomu þeirra að lækka leikskólagjöld svo sem kostur er.



4. Samantekt af fundi félagsmálaráðurneytisins með fulltrúum svæðisráða um málefni fatlaðra. 2005-09-0048



Minnispunktar Ingibjargar Maríu Guðmundsdóttur frá fundinum lagðir fram.


Lagt fram til kynningar.



5. Rannsóknarverkefnið "Hegðan, líðan og félagslegar aðstæður 11-18 ára barna innan barnaverndar á Íslandi".



Lögð fram ritgerð um rannsóknarverkefnið "Hegðun, líðan og félagslegar aðstæður 11-18 ára barna innan barnaverndar á Íslandi", sem unnið var af Halldóri Guðmundssyni, félagsráðgjafa, í meistaranámi í félagsráðgjöf í Háskóla Íslands. Félagsmálanefnd mælir með að Skóla- og fjölskylduskrifstofa kaupi eitt eintak af verkefninu.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitð kl. 18:00.


Kristjana Sigurðardóttir, formaður.


Védís J. Geirsdóttir. Hörður Högnason.


Gréta Gunnarsdóttir. Jón Svanberg Hjartarson.


Erna Stefánsdóttir. Anna V. Einarsdóttir.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?