Byggingarnefnd - 26. fundur - 28. júlí 2008
Mættir eru Þorsteinn Jóhannesson, formaður, Svanlaug Guðnadóttir, Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, skólastjóri, Jóna Benediktsdóttir og Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs, er jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta var gert:
1. Lóðarmál. 2005-06-0019
Farið yfir stöðu mála vegna framkvæmda við skólalóðina, verkið telst vera á áætlun. Greiðslur til verktaka eru komar í kr. 7.281.700,- Búið er að helluleggja Aðalstrætið og unnið er að hellulögn í portinu.
2. Framkvæmdir við viðbyggingu Grunnskólans á Ísafirði. 2005-06-0019
Greiðslur til verktaka eru komnar í kr. 443.722.837,-. Gert er ráð fyrir að verkinu ljúki í þessari viku. Gert er ráð fyrir að lokaúttekt verksins verði í næstu viku.
Byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við tafirnar sem orðið hafa á verkinu þar sem þær koma ekki til með að hafa áhrif á kennslu næsta skólaárs.
3. Múrhúðun utanhúss.
Lagt fram minnisblað frá eftirlitsaðila er varðar útlit múrhúðunar utanhúss. Að mati eftirlitsaðila eru tveir kostir í stöðunni, að endurgera múrhúðunina eða að krefjast afsláttar á verði hennar.
Afgreiðslu erindisins frestað.
4. Skoðunarferð. 2005-06-0019
Nefndin fór í vettvangsferð um skólann.
5. Önnur mál
Fyrirspurn frá Jónu Benediktsdóttur, hvenær var ákvörðun tekin að setja upp loftræsikerfi, hver tók ákvörðunina og hvað kostaði loftræsikerfið?
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 16:45
Þorsteinn Jóhannesson, formaður.
Svanlaug Guðnadóttir.
Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, skólastjóri.
Jóna Benediktsdóttir
Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs.