Byggingarnefnd - 25. fundur - 27. júní 2008
Mættir eru Þorsteinn Jóhannesson, formaður, Svanlaug Guðnadóttir, Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, skólastjóri, Jóna Benediktsdóttir og Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs, er jafnframt ritaði fundargerð.
Þetta var gert:
1. Lóðarmál. 2005-06-0019
Fimmtudaginn 15. maí s.l., voru opnuð tilboð í lóðafrágang við Grunnskólann á Ísafirði, eitt tilboð barst frá Ásel ehf., Ísafirði. Gengið hefur verið til samninga við Ásel á grundvelli tilboðssins. Framkvæmdir eru hafnar og gert ráð fyrir að þeim verði lokið í september 2008.
Þá er einnig lagt fram bréf frá stjórn Púkamótsins þar sem fram kemur að stjórnin vill styrkja Ísafjarðarbæ um kr. 2 milljónir, til að koma upp sparkvelli.
Byggingarnefnd fagnar þessu frumkvæði stjórnar Púkamótsins og leggur til að sparkvelli verði komið fyrir á lóð Grunnskólans á Ísafirði.
2. Framkvæmdir við viðbyggingu Grunnskólans á Ísafirði. 2005-06-0019
Greiðslur til verktaka eru komnar í kr. 419.852.997,-. Unnið er við uppsetningu á innréttingum og verður því lokið á næstu tveimur vikum. Verkinu verður því ekki lokið fyrr en um miðjan júlí n.k.
Byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við tafirnar, þar sem þær koma ekki til með að hafa áhrif á kennslu næsta skólaás.
3. Skoðunarferð. 2005-06-0019
Nefndin fór í skoðunarferð um húsið GÍ og gerir eftirfarandi athugasemdir:
1. Múrhúðun að utan er slæm, nefndin óskar eftir að eftirlitsmaður komi með tillögu að úrbótum.
2. Nefndin er óánægð með litaval skólans að utan, lýsir yfir vanþóknun sinni á, að arkitekt hafi ekki haft samráð við nefndarmenn áður en litur var valinn.
3. Í ljós kemur að endurnýja þarf gólfefni í þremur skólastofum í gamla Gagnfræðaskólahúsinu, þar sem grunsemdir eru uppi um að skolplagnir séu ekki í lagi. Áætlaður kostnaður við endurbætur er kr. 3 milljónir á hverja stofu. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að heimild verði veitt til að fara í þessa framkvæmd.
4. Nefndin lýsir mikilli ánægju sinni með vinnu verktaka við nýsmíðina, að undanskyldu því sem getið er hér að ofan.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 14:00.
Þorsteinn Jóhannesson, formaður.
Svanlaug Guðnadóttir.
Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, skólastjóri.
Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs.
Jóna Benediktsdóttir.