Byggingarnefnd - 22. fundur - 27. nóvember 2007

Mættir eru Þorsteinn Jóhannesson, formaður, Svanlaug Guðnadóttir, Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, skólastjóri og Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs, er jafnframt ritaði fundargerð.


Þetta var gert:





1. Silfurgata 5 og Brunngata 20, Ísafirði.


Tekið fyrir erindi umhverfisnefndar Ísafjarðarbæjar þar sem óskað er umsagnar Byggingarnefndar Grunnskólans á Ísafirði á umsögn Húsafriðunarnefndar ríkisins um niðurrif hússins að Silfurgötu 5, Ísafirði.  Húsafriðunarnefnd hefur lagst gegn niðurrifi hússins sökum aldurs, menningarsögu og staðsetningar.  Þá leggur Húsafriðunarnefnd til að húsið að Brunngötu 20 verði flutt á lóðina að Silfurgötu 3.


Byggingarnefnd vísar til fyrri samþykkta þar sem gert er ráð fyrir að lóðin við Silfurgötu 5 verði hluti af skólalóðinni.  Verði annað ákveðið mun það setja málefni skólalóðarinnar í uppnám.



2. Skólalóð Grunnskólans á Ísafirði.


Lögð fram tillaga að skólalóð Grunnskólans á Ísafirði, unnin af Teiknistofunni Eik á Ísafirði.


Byggingarnefnd felur skólastjóra að fara yfir tillöguna og koma með ábendingar fyrir 15. desember 2007.



3. Innréttingar og laus búnaður.


Sviðstjóri umhverfissviðs lagði fram tilboð í lausan búnað í viðbyggingu Grunnskólans á Ísafirði.  Áætlaður kostnaður er um 25 milljónir.


Byggingarnefnd fór yfir tillögur af tækjabúnaði fyrir verkgreinastofur, enn vantar lokatillögu fyrir búnað fyrir textílmenntastofu og tæknimenntastofu.  Óskað er eftir að tæknideild fari yfir þann búnað með verkgreinakennurum og skili af sér fyrir 15. desember 2007.



4. Framkvæmdir við viðbyggingu Grunnskólans á Ísafirði.


Farið yfir stöðu mála, að mati eftirlitsmanns er verkið á áætlun.  Greiðslur til verktaka eru komar í kr. 200.209.304,-.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:55.


Þorsteinn Jóhannesson, formaður.


Svanlaug Guðnadóttir.    


Sveinfríður Olga Veturliðadóttir, skólastjóri.


Jóhann Birkir Helgason, sviðsstjóri umhverfissviðs.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?