Byggingarnefnd - 14. fundur - 1. júlí 2006

Mættir eru Þorsteinn Jóhannesson, Kristján Kristjánsson, Skarphéðinn Jónsson, Sigríður L. Gunnlaugsdóttir og Jóhann Birkir Helgason, er jafnframt ritaði fundargerð.


Þetta var gert:



1. Kynning á störfum fráfarandi byggingarnefndar.


Kristján Kristjánsson fór yfir störf nefndarinnar á sl. árum. 


Kristjáni og fráfarandi nefndarmönnum er þakkað fyrir vel unnin störf.


Kristján vék af fundi eftir þennan lið.



2. Lóðarmál við Kaupfélagshús.


Lögð fram tillaga að skipulagi skólalóðar við Kaupfélagshús, hannað af Teiknistofunni Eik. 


Byggingarnefnd leggur til að farið verði í verkefnið og að verkinu verði lokið eigi síðar en 20. ágúst.  Þá leggur nefndin til að kostnaður við allar þessar framkvæmdir verði teknar af fjárfestingalið vegna nýbyggingar. 



3. Aðstaða fyrir danskennslu og dægradvöl.


Ljóst er að á meðan á framkvæmdum stendur við byggingu Grunnskólans á Ísafirði verður þröngt um starfsemi skólans, mikilvægt er að starfsfólk, nemendur og foreldrar hafi skilning á aðstæðum sem skapast á meðan á framkvæmdum stendur.  Leita þarf leiða til að leysa húsnæðisvanda grunnskólans, ræddir nokkrir valkostir, tæknideild falið að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 11:15.


Kristján Kristjánsson.      


Þorsteinn Jóhannesson.


Sigríður L. Gunnlaugsdóttir.    


Skarphéðinn Jónsson. 


Jóhann Birkir Helgason.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?