Byggingarnefnd björgunarmiðstöðvar á Ísafirði - 2. fundur - 2. október 2008

Mættir eru:


Haraldur Júlíusson, Önundur Jónsson, Þorbjörn Sveinsson, slökkviliðsstjóri, og Jóhann B. Helgason, sviðstjóri umhverfissviðs, sem einnig ritaði fundargerð.



Þetta var gert:



1. Staðsetning björgunarmiðstöðvar. 2007-09-0041


Lögð fram skýrsla frá Tækniþjónustu Vestfjarða, ódagsett, sem tekur á rýmisþörf og kostnaði við björgunarmiðstöð á Ísafirði.  Einnig lagðir fram þrír afstöðuuppdrættir gerðir af tæknideild Ísafjarðarbæjar.


Áætlaður kostnaður við björgunarmiðstöð á Ísafirði er áætlaður rúmlega 500 milljónir.


Nefndin leggur til að staðsetning björgunarmiðstöðvar á Ísafirði verði á Skeiði enda koma aðrar staðsetningar ekki til greina að mati nefndarinnar.


Nefndin leggur til við bæjarstjórn að hefja viðræður við hagsmunaaðila um framhald málsins.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 13:40


Önundur Jónsson.


Haraldur Júlíusson.


Þorbjörn Sveinsson, slökkviliðsstjóri.


Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri umhverfissviðs.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?