Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 93. fundur - 24. janúar 2008
Mættir voru: Kristjana Sigurðardóttir, formaður, Björn Jóhannesson, Bryndís Friðgeirsdóttir og Kristrún Hermannsdóttir. Barði Ingibjartsson boðaði forföll, varamaður mætti ekki í hans stað. Auk þeirra sátu fundinn Anna Valgerður Einarsdóttir og Guðný Steingrímsdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu.
Fundarritari: Anna Valgerður Einarsdóttir.
1. Trúnaðarmál.
Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók barnaverndarnefndar.
2. Skólaganga barna sem eru í fóstri á vegum barnaverndarnefnda og vistun barna og unglinga vegna kynferðis- og annars konar ofbeldis. 2008-01-0046.
Erindi frá umboðsmanni barna þar sem óskað er eftir upplýsingum um hversu mörg börn sem hafa verið í tímabundnu fóstri á vegum nefndarinnar á árunum 2005 til 2007 hefur verið synjað um skólagöngu í viðtökusveitarfélagi. Ennfremur er óskað eftir upplýsingum um hvernig staðið er að vistun barna þar sem brýn þörf er á að fjarlægja barn af heimili vegna gruns um kynferðis- eða annars konar ofbeldi á heimili. Barnaverndarnefnd felur starfsmanni að svara erindinu.
3. Sískráning barnaverndarmála í nóvember og desember 2007.
Lagt fram til kynningar yfirlit yfir sískráningu barnaverndarmála á norðanverðum Vestfjörðum í nóvember og desember 2007. Í nóvember komu 17 tilkynningar til barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum og í desember voru tilkynningarnar 11.
4. Stefnumarkandi áætlun félagsmálaráðuneytis og Barnaverndarstofu. 2007-12-0030.
Lögð fram til kynningar stefnumarkandi áætlun félagsmálaráðuneytis og Barnaverndarstofu fyrir árin 2007 til 2010. Ráðstefna verður haldin um áætlunina mánudaginn 4. febrúar nk. Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum er boðið að senda einn fulltrúa á ráðstefnuna. Ákveðið að Margrét Geirsdóttir forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu sæki ráðstefnuna fyrir hönd nefndarinnar.
5. Upplýsingar við skráningu barnaverndarmála. 2007-12-0082.
Lagt fram til kynningar bréf frá Barnaverndarstofu þar sem óskað er eftir að við vinnslu mála skrái barnaverndarnefndir hjá sér upplýsingar um þjóðerni barns og fötlun.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 12.00.
Kristjana Sigurðardóttir, formaður.
Björn Jóhannesson.
Bryndís Friðgeirsdóttir
Kristrún Hermannsdóttir.
Anna Valgerður Einarsdóttir.
Guðný Steingrímsdóttir.