Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 88. fundur - 11. október 2007
Mættir voru: Kristjana Sigurðardóttir, formaður, Björn Jóhannesson. Barði Ingibjartsson og Bryndís Friðgeirsdóttir. Kristrún Hermannsdóttir boðaði forföll og í hennar stað mætti Þóra Hansdóttir. Auk þess sátu fundinn Anna Valgerður Einarsdóttir og Sædís María Jónatansdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu.
Fundarritari: Sædís María Jónatansdóttir.
1. Trúnaðarmál.
Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók barnaverndarnefndar.
2. Fósturheimili sem úrræði skv. 84. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002. 2007-09-0071.
Lagt fram til kynningar bréf frá Barnaverndarstofu um fósturheimili sem úrræði skv. 84. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002.
3. Framkvæmdaáætlun barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum.
Rætt um framkvæmdaáætlun barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum.
4. Önnur mál.
Nefndin telur ástæðu til að hrósa starfsfólki barnaverndanefndar á norðanverðum Vestfjörðum fyrir vel unnin störf þrátt fyrir erfiðar aðstæður og manneklu á Skóla- og fjölskylduskrifstofu.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 11:26.
Kristjana Sigurðardóttir, formaður.
Barði Ingibjartsson.
Björn Jóhannesson.
Bryndís Friðgeirsdóttir.
Þóra Hansdóttir.
Anna Valgerður Einarsdóttir.
Sædís María Jónatansdóttir.