Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 75. fundur - 16. nóvember 2006
Mættir voru: Laufey Jónsdóttir, formaður, Kristjana Sigurðardóttir, Barði Ingibjartsson, og Bryndís G. Friðgeirsdóttir Auk þess sátu fundinn Ingibjörg María Guðmundsdóttir og Júlía Sæmundsdóttir, starfsmenn á Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar.
Kristrún Hermannsdóttir boðaði forföll og Þóra Hansdóttir mætti í hennar stað.
Fundarritari: Ingibjörg María Guðmundsdóttir
1. Framkvæmdaáætlun barnaverndarnefndar.
Lögð fram drög að framkvæmdaáætlun barnaverndarnefndar með áherslum í starfi nefndarinnar á kjörtímabilinu.
Starfsmanni falið að vinna úr hugmyndum sem fram komu á fundinum og leggja endurnýjuð drög að framkvæmdaáætlun fyrir næsta fund nefndarinnar.
Júlía Sæmundsdóttir vék af fundi kl. 10:30.
2. Fundur með Vá Vest.
Rætt um fund sem Vá Vest stóð fyrir um forvarnarmál á svæðinu og hvernig hægt væri að samræma störf og hafa yfirsýn yfir það sem er í gangi. Stefnt er að öðrum fundi með Vá Vest og formönnum nefnda.
3. Svar Súðavíkurhrepps vegna forvarnamála.
Lagt fram bréf, dagsett 7. nóvember s.l., frá Súðavíkurhreppi þar sem sveitarstjórn tekur jákvætt í að auka verksvið sameiginlegrar barnaverndarnefndar í þá veru að koma að almennum forvörnum barna og ungmenna.
Lagt fram til kynningar.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 11:00.
Laufey Jónsdóttir, formaður.
Þóra Hansdóttir.
Barði Ingibjartsson.
Kristjana Sigurðardóttir.
Bryndís G. Friðgeirsdóttir.
Ingibjörg María Guðmundsdóttir.