Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 72. fundur - 21. september 2006
Mættir voru: Laufey Jónsdóttir, formaður, Kristrún Hermannsdóttir, Barði Ingibjartsson, Kristjana Sigurðardóttir og Bryndís G. Friðgeirsdóttir Auk þess sátu fundinn Ingibjörg María Guðmundsdóttir og Júlía Sæmundsdóttir, starfsmenn á Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar.
Fundarritari: Júlía Sæmundsdóttir.
1.Trúnaðarmál.
Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók barnaverndarnefndar.
2. Afhending handbókar.
Kynnt kynningarbréf og fundarboðun, sem sent hefur verið samstarfsaðilum nefndarinnar. Kynningarfundur verður haldinn 28. september n.k. kl. 14 í salnum á 4. hæð Stjórnsýsluhússins á Ísafirði.
Lagt fram til kynningar.
3. Gerð framkvæmdaráætlunar.
Lögð fram eldri framkvæmdaráætlun barnaverndarnefndar, sem gilti til vorsins 2006. Nú þarf að leggja drög að nýrri með ákveðnum áherslum nefndarinnar.
Barnaverndarnefnd tekur vinnufund til stefnumótunar 5. október næstkomandi.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl.11:30.
Laufey Jónsdóttir, formaður.
Kristrún Hermannsdóttir.
Barði Ingibjartsson.
Kristjana Sigurðardóttir.
Bryndís G. Friðgeirsdóttir.
Ingibjörg María Guðmundsdóttir.
Júlía Sæmundsdóttir.