Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 59. fundur - 24. ágúst 2005
Fundarritari: Anna V. Einarsdóttir.
1. Handbók barnaverndarmála.
Ingibjörg María Guðmundsdóttir greindi frá stöðu mála í vinnslu handbókar. Rætt um útlit, útgáfu, kynningu og notkun bókarinnar. Ákveðið að sækja um styrk til Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands vegna útgáfu bókarinnar.
2. Framkvæmdaráætlun barnaverndarmála.
Farið yfir hver staðan er í vinnslu verkefna sem barnaverndarnefndin setti sér sem markmið að vinna í framkvæmdaáætlun á sviði barnaverndarmála.
3. Umboð barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum til starfsmanna nefndarinnar.
Rætt um hvaða áhrif umboð barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum til starfsmanna nefndarinnar hefur á störf nefndarinnar og hvort einhver breyting verður á starfsskipulagi hennarog verkefnum. Ákveðið að óska eftir fundi með formönnum annarra nefnda sem koma að málefnum barna til að ræða forvarnir í víðu samhengi.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 11:15.
Laufey Jónsdóttir, formaður.
Björn Jóhannesson. Sigríður Bragadóttir.
Kristrún Hermannsdóttir. Helga Sigurjónsdóttir.
Skúli S. Ólafsson. Ingibjörg María Guðmundsdóttir
Anna Valgerður Einarsdóttir Erna Stefánsdóttir