Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 109. fundur - 25. febrúar 2010


Mættir voru: Kristjana Sigurðardóttir, formaður, Kristrún Hermannsdóttir, Bryndís Friðgeirsdóttir og Barði Ingibjartsson. Ólafur Hallgrímsson boðaði forföll, sem og varamaður. Að auki sat fundinn Anna Valgerður Einarsdóttir, starfsmaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu.



Fundarritari:  Anna Valgerður Einarsdóttir.



 



1.      Trúnaðarmál.



Tvö trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók barnaverndarnefndar.



 



2.      Sískráning í desember 2009 og janúar 2010. 



Lagt fram til kynningar yfirlit yfir sískráningu barnaverndar í desember 2009 og janúar 2010. Í desember komu 18 tilkynningar til barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum og í janúar komu 8 tilkynningar.



                                              



3.      Samanburður á tölulegum upplýsingum hjá barnavernd á norðanverðum Vestfjörðum.         



Lagt fram til kynningar yfirlit  yfir samanburð á tölulegum upplýsingum hjá barnavernd á norðanverðum Vestfjörðum fyrir árin 2002 til 2008. Fram kemur að stöðug fjölgun hefur verið á tilkynningum til barnaverndar á þessum árum ef undan er skilið árið 2009, þar sem fækkun er á tilkynningum. Árið 2002 komu 80 tilkynningar til barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum. Flestar tilkynningar bárust árið 2008 eða 186. Árið 2009 voru tilkynningarnar 140.



 



4.      Fundir barnaverndarstofu og barnaverndarnefnda.                                  



Lögð fram til kynningar skýrsla Barnaverndarstofa um fundi sem nefndin átti með öllum barnaverndarnefndum í landinu á vormánuðum 2009. Í skýrslunni kemur fram mat á stöðu barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum og að fjöldi mála sé í samræmi við landsmeðaltal, að hlutfall tilkynninga sem fara í könnun sé viðunandi, að í sveitarfélaginu sé áhersla lögð á forvarnir, samvinnu við foreldra og teymisvinnu á  milli kerfa.



 



5.      Samtölur 2009.



Lagt fram til kynningar bréf frá Barnaverndarstofu um að barnaverndarnefndum beri að skila samtölum fyrir árið 2009 í síðasta lagi 1. júní 2010.



 



Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 11.15.






Kristjana Sigurðardóttir, formaður
 



Kristrún Hermannsdóttir


Bryndís Friðgeirsdóttir
 



Barði Ingibjartsson


Margrét Geirsdóttir



Anna Valgerður Einarsdóttir



Er hægt að bæta efnið á síðunni?