Bæjarstjórn - 380. fundur - 12. maí 2016
Dagskrá:
1. |
Ársreikningur Ísafjarðarbæjar 2015 - 2016030064 |
|
Ársreikningi Ísafjarðarbæjar, stofnana hans og fyrirtækja fyrir árið 2015 var á 379. fundi bæjarstjórnar vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn. |
||
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Kristín Hálfdánsdóttir, Kristján Andri Guðjónsson, Jónas Þór Birgisson, Arna Lára Jónsdóttir og Marzellíus Sveinbjörnsson. |
||
|
||
2. |
Deiliskipulag fyrir Suðureyrarmalir, Suðureyri - 2016010045 |
|
Tillaga að deiliskipulagi fyrir Suðureyrarmalir, Suðureyri, uppdráttur ásamt greinargerð. Deiliskipulagið var auglýst, skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, frá og með 10. mars 2016 til og með 22. apríl 2016. Ein athugasemd barst frá lóðarhafa Freyjugötu 6, sem mótmælir að lóðir hafi verið skipulagðar inn á þinglýsta lóð sem hann hefur á leigu hjá Ísafjarðarbæ. |
||
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti. |
||
|
||
3. |
Sandar Dýrafirði, Umsókn um framkvæmdaleyfi - 2016040054 |
|
Orkubú Vestfjarða sækir um framkvæmdaleyfi fyrir plægingu jarðstrengs á Söndum í Dýrafirði. Jafnframt er sótt um heimild landeiganda, Ísafjarðarbæjar, til að plægja strenginn í jörðu. |
||
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti. |
||
|
||
4. |
Minjasjóður Önundarfjarðar 2015-2016 - 2015030037 |
|
Lagt er fram minnisblað Gísla H. Halldórssonar bæjarstjóra varðandi kosningu stjórnarmanna í Minjasjóði Önundarfjarðar. |
||
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, |
||
|
||
5. |
Hámarkshraði í Pollgötu - 2014110033 |
|
Tillaga Mörthu Kristínar Pálmadóttur, varabæjarfulltrúa sjálfstæðisflokksins, Kristjáns Andra Guðjónssonar, bæjarfulltrúa Í-listans og Marzellíusar Sveinbjörnssonar, bæjarfulltrúa framsóknarflokksins, um að bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar óski eftir því við Lögreglustjórann á Vestfjörðum að hámarkshraði á Pollgötu verði hækkaður í 40 km á klst. |
||
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Marzellíus Sveinbjörnsson, Kristján Andri Guðjónsson, Jónas Þór Birgisson, Arna Lára Jónsdóttir, Kristín Hálfdánsdóttir og Gunnhildur B. Elíasdóttir. |
||
|
||
6. |
Umsókn Ögur ehf. um rekstrarleyfi til sölu veitinga að Aðalstræti 20, Ísafirði - 2016010026 |
|
Bæjarstjóri leggur til við bæjarstjórn að Ísafjarðarbær geri ekki athugasemdir við veitingu rekstrarleyfis til sölu veitinga að Aðalstræti 20, Ísafirði, sbr. umsókn Ögurs ehf. |
||
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti. |
||
|
||
7. |
Bæjarráð - 928 - 1604027F |
|
Fundargerð 928. fundar bæjarráðs sem haldinn var 2. maí sl., fundargerðin er í 18 liðum. |
||
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti. |
||
|
||
8. |
Bæjarráð - 929 - 1605004F |
|
Fundargerð 929. fundar bæjarráðs sem haldinn var 9. maí sl., fundargerðin er í 10 liðum. |
||
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti. |
||
|
||
9. |
Atvinnu- og menningarmálanefnd - 132 - 1604013F |
|
Fundargerð 132. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar sem haldinn var 26. apríl sl., fundargerðin er í 4 liðum. |
||
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti. |
||
|
||
10. |
Fræðslunefnd - 367 - 1604015F |
|
Fundargerð 367. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 28. apríl sl., fundargerðin er í 7 liðum. |
||
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti. |
||
|
||
11. |
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 455 - 1604012F |
|
Fundargerð 455. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 27. apríl sl., fundargerðin er í 13 liðum. |
||
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Marzellíus Sveinbjörnsson og Sigurður Jón Hreinsson. |
||
|
||
12. |
Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 26 - 1603018F |
|
Fundargerð 26. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 26. apríl sl., fundargerðin er í 8 liðum. |
||
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Gunnhildur B. Elíasdóttir, Kristín Hálfdánsdóttir, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Marzellíus Sveinbjörnsson. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15
Nanný Arna Guðmundsdóttir |
|
Kristján Andri Guðjónsson |
Jónas Þór Birgisson |
|
Arna Lára Jónsdóttir |
Martha Kristín Pálmadóttir |
|
Marzellíus Sveinbjörnsson |
Sigurður Jón Hreinsson |
|
Kristín Hálfdánsdóttir |
Gunnhildur Björk Elíasdóttir |
|
Gísli Halldór Halldórsson |
Þórdís Sif Sigurðardóttir |
|
|