Bæjarstjórn - 378. fundur - 7. apríl 2016
Dagskrá:
1. |
Endurskoðun samþykkta vegna daggæslu í heimahúsum - 2012110034 |
|
Á 372. fundi bæjarstjórnar var samþykkt tillaga 404. fundar félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar við bæjarstjórn að meðferð umsókna um leyfi til daggæslu í heimahúsum yrði flutt af verksviði nefndarinnar til fræðslunefndar. Enn fremur samþykkti bæjarstjórn tillögu bæjarstjóra að breytingum á erindisbréfum fræðslunefndar og félagsmálanefndar og samþykktum um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar. |
||
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri. |
||
|
||
2. |
Tillögur að breytingum á fundum vegna ársreiknings Ísafjarðarbæjar - 2016030064 |
|
924. fundur bæjarráðs leggur til við bæjarstjórn að haldnir verði aukafundir í bæjarstjórn 28. apríl og 12. maí og að felldur verði niður bæjarstjórnarfundur 19. maí. |
||
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti. |
||
|
||
3. |
Vatnssala frá Ísafirði - Kaldalind - 2007080062 |
|
Á 909. fundi bæjarráðs samþykkti bæjarráð að framlengja samning við Köldulind ehf. um kaup á vatni frá Ísafirði til eins árs að teknu tilliti til athugasemda sem fram komu á fundinum. Bæjarstjóri hefur síðan unnið að framlengingu samningsins og gert nokkrar breytingar á ákvæðum hans. |
||
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri. |
||
|
||
4. |
Nefndarmenn 2014-2018 - 2014020030 |
|
Tillaga frá Í-lista um að Tinna Hrund Hlynsdóttir verði kosin varamaður í félagsmálanefnd í stað Magnúsar Bjarnasonar og að Magnús Bjarnason verði aðalmaður í félagsmálanefnd í stað Helgu Bjarkar Jóhannsdóttur. |
||
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Marzellíus Sveinbjörnsson, Daníel Jakobsson, Arna Lára Jónsdóttir, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Jónas Þór Birgisson og Kristín Hálfdánsdóttir.
"Fulltrúi B-lista vísaði í samþykkt um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar og túlkaði þau þannig að bæjarstjórn gæti ekki skipt út nefndarmanni gegn hans vilja. Fulltrúi D-lista tók undir með fulltrúa B-lista að ákveðinn formgalli væri á tillögunni, þar sem ágreiningur væri um málið í bæjarstjórn. Með vísan í 42. gr. bæjarmálasamþykktar Ísafjarðarbæjar, gerði fulltrúi Í-lista breytingartillögu á tillögu um mannabreytingar í nefndinni." |
||
|
||
5. |
Viðauki A við fjárhagsáætlun 2016 - 2016010036 |
|
924. fundur bæjarráðs leggur til við bæjarstjórn að viðauki A vegna aukins stöðugildis sérkennslustjóra og stuðningsfulltrúa á Eyrarskjóli á árinu 2016 verði samþykktur. |
||
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Gísli Halldór Halldórsson. |
||
|
||
6. |
Viðauki B við fjárhagsáætlun 2016 - 2016010036 |
|
924. fundur bæjarráðs leggur til við bæjarstjórn að viðauki B vegna byggingar þybbu (stuðkants) á Mávagarði á árinu 2016 verði samþykktur. |
||
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti. |
||
|
||
7. |
Smárateigur 4 - umsókn um byggingarleyfi - 2015110064 |
|
453. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar leggur til við bæjarstjórn að samþykkja umsókn vegna Smárateigs 4 og leyfa breytta notkun úr sumarhúsi í garðplöntustöð. Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að svara framkomnum athugasemdum úr grenndarkynningu. |
||
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Sigurður J. Hreinsson. |
||
|
||
8. |
Sæborg í Aðalvík - stofnun þriggja lóða - 2016010020 |
|
453. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar leggur til við bæjarstjórn að lóðir 1, 2 og 3 verði stofnaðar samkvæmt uppdrætti. Nefndin bendir á að til að reisa nýtt hús á landi Sæborgar, Sæbóls og Garða þurfi að liggja fyrir samþykki allra eigenda jarðanna. |
||
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Sigurður J. Hreinsson. |
||
|
||
9. |
Kirkjuból í Bjarnadal - Umsókn um framkvæmdaleyfi - 2016030068 |
|
453. fundur skipulags- og mannvirkjanefndar leggur til við bæjarstjórn að gefið verði út framkvæmdaleyfi fyrir 15kW heimarafstöð í landi Kirkjubóls í Bjarnadal enda sé það í samræmi við ákvæði Aðalskipulags um heimarafstöðvar. |
||
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Sigurður J. Hreinsson. |
||
|
||
10. |
Bæjarráð - 923 - 1603020F |
|
Fundargerð 923. fundar bæjarráðs sem haldinn var 21. mars sl., fundargerðin er í 10 liðum. |
||
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti. |
||
|
||
11. |
Bæjarráð - 924 - 1604002F |
|
Fundargerð 924. fundar bæjarráðs sem haldinn var 4. apríl sl., fundargerðin er í 9 liðum. |
||
Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Kristín Hálfdánsdóttir, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Jónas Þór Birgisson og Daníel Jakobsson. |
||
|
||
12. |
Hátíðarnefnd - 8 - 1603015F |
|
Fundargerð 8. fundar hátíðarnefndar sem haldinn var 29. mars sl., fundargerðin er í 1. lið. |
||
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti. |
||
|
||
13. |
Hátíðarnefnd - 9 - 1604004F |
|
Fundargerð 9. fundar hátíðarnefndar sem haldinn var 5. apríl sl., fundargerðin er í 1 lið. |
||
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti. |
||
|
||
14. |
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 453 - 1603010F |
|
Fundargerð 453. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 30. mars sl., fundargerðin er í 5 liðum. |
||
Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:25
Nanný Arna Guðmundsdóttir |
|
Erla Rún Sigurjónsdóttir |
Jónas Þór Birgisson |
|
Arna Lára Jónsdóttir |
Daníel Jakobsson |
|
Marzellíus Sveinbjörnsson |
Sigurður Jón Hreinsson |
|
Kristín Hálfdánsdóttir |
Gunnhildur Björk Elíasdóttir |
|
Gísli Halldór Halldórsson |
Þórdís Sif Sigurðardóttir |
|
|