Bæjarstjórn - 375. fundur - 18. febrúar 2016
Dagskrá:
1. |
Gjaldskrá fjölskyldusviðs - 2015030048 |
|
Tillaga bæjarráðs að beiðni um breytingu á gjaldskrá fjölskyldusviðs Ísafjarðarbæjar verði samþykkt. Breytingin snýr að útseldri vinnu starfsmanna í barnaverndarvinnu, þar sem leiðrétt er að hækkun í gjaldskrá 2016 verði 4,3% frá árinu 2015 í stað 3,2%. |
||
Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti. |
||
|
||
2. |
Reglur um afslætti af fasteignagjöldum. - 2016010015 |
|
Tillaga bæjarráðs um að breytingar á reglum um afslætti af fasteignagjöldum verði samþykktar. |
||
Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti, Kristín Hálfdánsdóttir og Þórdís Sif Sigurðardóttir, staðgengill bæjarstjóra. |
||
|
||
3. |
Deiliskipulag fyrir Suðureyrarmalir, Suðureyri - 2016010045 |
|
Tillaga skipulags- og mannvirkjanefndar að deiliskipulagi fyrir Suðureyrarmalir, Suðureyri, uppdráttur ásamt greinargerð. Deiliskipulagið var auglýst í B-deild Stjórnartíðinda 23. október 2012 en reyndist ógilt vegna formgalla. Uppdráttur og greinargerð dags. í janúar 2016. |
||
Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti, Jónas Þór Birgisson. |
||
|
||
4. |
Breyting á deiliskipulagi neðan Aðalgötu, Suðureyri. - 2016010062 |
|
Tillaga skipulags- og mannvirkjanefndar að breytingu á deiliskipulagi neðan Aðalgötu, Suðureyri. Deiliskipulagið var auglýst í B-deild Stjórnartíðinda 23. október 2012 en reyndist ógilt vegna formgalla. Uppdráttur og greinargerð dags. í janúar 2016, þar sem búið er að fella inn breytingu sem gerð var á deiliskipulaginu varðandi vigtarskúr á hafnarsvæði. |
||
Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti. |
||
|
||
5. |
Kaldárvirkjun - aðalskipulagsbreyting - 2015110046 |
|
Tillaga skipulags- og mannvirkjanefndar að breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, Kaldárvirkjun, frá AB -Fasteignir ehf. Tillagan er unnin af teiknistofunni EIK ehf. dags. 5. nóvember 2015. Lýsing á breytingunni var auglýst frá 7. til 28. janúar 2016 þar sem gefinn var kostur á að koma með ábendingar varðandi aðalskipulagsbreytinguna, jafnframt var lýsingin send umsagnaraðilum. Niðurstaða Skipulagsstofnunar um að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum liggur þegar fyrir. |
||
Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti. |
||
|
||
6. |
Þverárvirkjun - aðalskipulagsbreyting - 2015110045 |
|
Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020, Þverárvirkjun, frá AB -Fasteignir ehf. Tillagan er unnin af teiknistofunni EIK ehf. dags. 5. nóvember 2015. Lýsing á breytingunni var auglýst frá 7. til 28. janúar 2016 þar sem gefinn var kostur á að koma með ábendingar varðandi aðalskipulagsbreytinguna, jafnframt var lýsingin send umsagnaraðilum. Niðurstaða Skipulagsstofnunar um að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum liggur þegar fyrir. |
||
Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti. |
||
|
||
7. |
Reglur Ísafjarðarbæjar um þjónustuíbúðir á Hlíf og Tjörn. - 2016010028 |
|
Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar samþykkti nýjar reglur um þjónustuíbúðir aldraðra í Ísafjarðarbæ og vísaði þeim til samþykktar bæjarstjórnar. |
||
Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti. |
||
|
||
8. |
Frumvörp og þingsályktunartillögur til umsagnar 2016 - 2016010027 |
|
Lögð er fram tillaga til þingsályktunar um embætti umboðsmanns aldraðra, 14. mál. |
||
Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti og Gunnhildur Elíasdóttir. |
||
|
||
9. |
Tillaga vegna Hvalárvirkjunar og hringtengingar raforku um Djúp - 2015030065 |
|
Tillaga bæjarfulltrúa að ályktun vegna Hvalárvirkjunar og hringtengingar raforku um Djúp:
Greinargerð: Til skoðunar hafa verið þrír virkjanakostir á svæðinu á milli Ófeigsfjarðar og Nauteyrar, samanlagt með framleiðslugetu yfir 500 GWh á ári og uppsettu afli upp á um 100 MW. Þar að auki eru hafnar athuganir á frekari nýtingu vatnsafls víðsvegar um Ísafjarðardjúp, samtals með uppsettu afli í kringum 35 MW. Í skjóli einokunar mun Landsnet standa í vegi fyrir hugsanlegum framkvæmdum og löngu tímabærri uppbyggingu á Vestfjörðum, með því að ætla að varpa nánast öllum kostnaði við lagningu raflínanna á virkjunaraðila. Raforkulög mynda þann ramma sem löggjafarvaldið setur fyrirtækjum í raforkugeiranum. Í lögunum eru taldir upp þeir staðir sem skilgreindir eru sem tengipunktar. Af 56 skilgreindum tengipunktum eru um 30 staðsettir á suðvestursvæði landsins, 6 tengipunktar eru taldir upp á Vestfjörðum, allir víðsfjarri þeim virkjunarkostum sem eru nú til skoðunar. Óbreytt raforkulög munu því koma í veg fyrir frekari nýtingu vatnsfalla á Vestfjörðum og tryggja að Vestfirðingar búi áfram við mun lakari aðstæður en aðrir landsmenn hvað varðar möguleika til atvinnuuppbyggingar. Hringtenging raforku um Ísafjarðardjúp og Hólmavík, með nýjum afhendingarstað í innanverðu Ísafjarðardjúpi má tryggja að það afl, sem Hvalárvirkjun og virkjanir við Ísafjarðardjúp koma til með að framleiða, verði einnig til hagsbóta fyrir samfélag og atvinnulíf á Vestfjörðum. Jafnframt mun sú skilgreining tryggja að tengigjald virkjana á svæðinu verði eðlilegt og hóflegt. Áðurnefnd hringtenging er eitt af þremur forgangsatriðum í áliti sem ráðgjafarhópur skipaður af iðnaðarráðherra 2009, skilaði af sér í febrúar 2013. Þá hefur ítrekað komið fram í athugunum Landsnets, að tenging stórrar virkjunar til Ísafjarðar, sé kerfislega langbesta lausnin, bætir spennugæði, eykur áreiðanleika og gefur góða möguleika á aukningu álags. Þá er vert að hafa í huga að nýleg áföll í raforkukerfi Vestfjarða hafa umtalsverð áhrif á öryggi kerfisins og hafa stóraukið hættu á alvarlegri bilun í flutningskerfinu innan Vestfjarða. Það er á ábyrgð stjórnvalda að láta gera úrbætur á vanþróuðu flutningskerfi raforku á Vestfjörðum og standa með þeim hætti við eigin markmið. Landsnet er verkfærið til að hrinda þeim áformum í framkvæmd og sérstaða þess fyrirtækis samkvæmt lögum, setur ríkar samfélagslegar skyldur á það. |
||
|
||
10. |
Hækkun á gjaldskrá Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða - 2015020104 |
|
Tillaga bæjarráðs um að hækkun á gjaldskrá Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða verði samþykkt. |
||
Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti, Kristín Hálfdánsdóttir, Þórdís Sif Sigurðardóttir, staðgengill bæjarstjóra og Jónas Þór Birgisson. |
||
|
||
11. |
Bæjarráð - 917 - 1602008F |
|
Fundargerð 917. fundar bæjarráðs sem haldinn var 8. febrúar sl., fundargerðin er í 8 liðum. |
||
Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti. |
||
|
||
12. |
Bæjarráð - 918 - 1602015F |
|
Fundargerð 918. fundar bæjarráðs sem haldinn var 15. febrúar sl., fundargerðin er í 15 liðum. |
||
Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti. |
||
|
||
13. |
Atvinnu- og menningarmálanefnd - 131 - 1602001F |
|
Fundargerð 131. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar sem haldinn var 4. febrúar sl., fundargerðin er í 4 liðum. |
||
Til máls tóku: Kristján Andri Guðjónsson, forseti, Kristín Hálfdánsdóttir og Þórdís Sif Sigurðardóttir, staðgengill bæjarstjóra. |
||
|
||
14. |
Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 140 - 1602011F |
|
Fundargerð 140. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum sem haldinn var 11. febrúar sl., fundargerðin er í 1 lið. |
||
Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti. |
||
|
||
15. |
Félagsmálanefnd - 406 - 1602009F |
|
Fundargerð 406. fundar félagsmálanefndar sem haldinn var 9. febrúar sl., fundargerðin er í 6 liðum. |
||
Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti. |
||
|
||
16. |
Skipulags- og mannvirkjanefnd - 450 - 1602004F |
|
Fundargerð 450. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 10. febrúar sl., fundargerðin er í 11 liðum. |
||
Til máls tók: Kristján Andri Guðjónsson, forseti. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:28
Erla Rún Sigurjónsdóttir |
|
Kristján Andri Guðjónsson |
Jónas Þór Birgisson |
|
Arna Lára Jónsdóttir |
Martha Kristín Pálmadóttir |
|
Marzellíus Sveinbjörnsson |
Sigurður Jón Hreinsson |
|
Kristín Hálfdánsdóttir |
Gunnhildur Björk Elíasdóttir |
|
Þórdís Sif Sigurðardóttir |