Bæjarstjórn - 372. fundur - 21. janúar 2016

Vegna tæknilegra örðugleika er ekki til upptaka frá 372. fundi bæjarstjórnar. 

 

Bæjarfulltrúar samþykktu samhljóma að taka á dagskrá tillögu forseta vegna ákvörðunar afmælisnefndar frá 4. fundi nefndarinnar sem haldinn var 19. janúar sl. að haldinn verði auka fundur bæjarstjórnar þriðjudaginn 26. janúar nk. kl. 12:30.

 

Dagskrá:

1.  

Nýting á húsnæði Ísafjarðarbæjar, Engi - 2015030069

 

Atvinnu- og menningarmálanefnd lagði til við bæjarráð að setja af stað hugmyndasamkeppni um nýtingu á húsinu Engi, sbr. minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 14. desember sl. að gerðum þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.
Meirihluti bæjarráðs var hlynntur tillögu atvinnu- og menningarmálanefndar og vísaði henni til bæjarstjórnar.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Daníel Jakobsson, Marzellíus Sveinbjörnsson, Arna Lára Jónsdóttir, Jónas Þór Birgisson, Sigurður Hreinsson, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Daníel Jakobsson, bæjarfulltrúi leggur fram eftirfarandi bókun, f.h. sjálfstæðismanna í bæjarstjórn:
"Fulltrúar Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn leggjast gegn þessari tillögu og vilja að umrædd eign verði auglýst til sölu hið fyrsta og söluandvirðið verð nýtt til að greiða niður skuldir. Líklegt má þykja að þessu verkefni fylgi töluverður kostnaður og ekki fæst séð að þetta eigi að vera forgangsverkefni hjá bænum á meðan forsvarsmenn bæjarins barma sér vegna fjárhagsstöðu bæjarins."

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 5-4.

 

   

2.  

Endurskoðun erindisbréfa umhverfis- og framkvæmdanefndar og fjallaskilanefndar - 2012110034

 

Lögð fram tillaga upplýsingafulltrúa um breytingu erindisbréfs nefndarinnar og bæjarmálasamþykktar. Lögð fram drög að erindisbréfi fjallskilanefndar.
Umhverfis- og framkvæmdanefnd lagði til við bæjarstjórn að tillögurnar yrðu samþykktar með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

3.  

Endurskoðun erindisbréfa fræðslunefndar og félagsmálanefndar - 2012110034

 

Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar lagði til við bæjarstjórn á 404. fundi sínum að meðferð umsókna um leyfi til daggæslu í heimahúsum verði flutt af verksviði nefndarinnar til fræðslunefndar. Félagsmálanefnd telur að þar sem öll önnur mál sem varða daggæslu í heimahúsum séu á hendi fræðslunefndar skapi það betri yfirsýn yfir málaflokkinn að hlutverkinu sé ekki skipt á milli tveggja nefnda. Samkvæmt reglugerð um daggæslu barna í heimahúsum nr. 907/2005 er það hlutverk félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar að veita leyfi til daggæslu barna í heimahúsum, en sveitarstjórn getur ákveðið að önnur nefnd veiti leyfið.
Bæjarráð samþykkti tillöguna á 909. fundi bæjarráðs og fól bæjarstjóra að gera viðeigandi breytingar á samþykktum um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar og leggja fyrir bæjarstjórn.

Bæjarstjóri leggur fram tillögu til bæjarstjórnar að breytingum á erindisbréfum fræðslunefndar og félagsmálanefndar og samþykktum um stjórn Ísafjarðarbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

4.  

Sundhöll Ísafjarðar Samkeppni - 2015090052

 

Meirihluti bæjarráðs lagði fyrir bæjarstjórn, á 914. fundi sínum, að bæjarstjórn skipaði 3 fulltrúa í dómnefnd vegna fyrirhugaðrar samkeppni um hönnun á Sundhöll Ísafjarðar og umhverfi hennar við Austurveg. Í dómnefndinni verða 5 fulltrúar, þar af 3 frá Ísafjarðarbæ en 2 tilnefndir af Arkitektafélagi Íslands. Enn fremur liggur fyrir fundinum tillaga um að eftirfarandi aðilar séu fulltrúar Ísafjarðarbæjar í dómnefndinni:
Gísli Halldór Halldórsson
Elísabet Gunnarsdóttir
Kristín Hálfdánsdóttir

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Kristín Hálfdánsdóttir, Jónas Þór Birgisson, Marzellíus Sveinbjörnsson, Arna Lára Jónsdóttir, Daníel Jakobsson, Sigurður Hreinsson, Gunnhildur Elíasdóttir og Kristján Andri Guðjónsson.

Daníel Jakobsson, bæjarfulltrúi leggur fram eftirfarandi bókun f.h. sjálfstæðismanna í bæjarstjórn:
"Fulltrúar Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn ítreka andstöðu sína við tillögu um umrædda samkeppni.
Í fyrsta lagi á þeim forsendum að meirihlutinn hefur ítrekað borið því við að ekki sé til fjámagn til að fara í nauðsynleg verkefni er snúa að íþróttamálum s.s. að koma upp nýjum keppnisknattspyrnuvelli og byggja fjölnota íþróttahús sem sett hafa verið í forgang af íþróttahreyfingunni. Ljóst má þykja að allar endurbætur á sundhöllinni hafa í för með sér að endurbæta þarf starfsmannaaðstöðu, aðgengi fatlaðs fólks, loftræstingu, dælubúnað og búningsherbergi. Kostnaður við slíkar endurbætur hleypur á hundruðum milljóna króna. Við styðjum ekki slíka forgangsröðun og teljum önnur verkefni brýnni og betur til þess fallin að efla íþrótta- og tómstundalíf í bænum.
Í öðru lagi er ekki tímabært að skipa dómnefnd. Starfsfólk bæjarins og nefndarmenn þurfa fyrst að vinna heimavinnu sína betur, skilgreina þarfir og vilja okkar og ræða það betur áður en nefndin er skipuð. Gott væri líka að núverandi meirihluti myndi skýra betur afstöðu sína, t.d. er varðar hvaða niðurstöðu þau gætu sæst á, þ.e. hvað þarf að leysa og hvað má það kosta. Ef ekki er vilji til að fara í fjárfestingu sem nemur hundruðum milljóna væri betra að láta þetta allt saman ógert og nýta þá peninga sem fara eiga í samkeppnina í önnur brýnni verkefni.
Í þriðja lagi hefur öll vinna við þessa samkeppni einkennst af pukri og aðgerðarleysi meirihlutans. Nú á þessum fundi les bæjarstjóri upp úr minnisblöðum starfmanns sem a.m.k. sumir bæjarfulltrúar hafa ekki haft vitneskju um að ynni fyrir bæinn, hvað þá að þessu verkefni. Umrædd minnisblöð komu ekki fyrir bæjarráð þegar tillagan var rædd þar fyrir nokkrum dögum og þá virtist bæjarstjóri ekki hafa vitneskju um þau."

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, leggur fram eftirfarandi bókun:

"Þann 19. mars 2015 samþykkti bæjarstjórn svohljóðandi ályktun:
Í-listi leggur til að haldin verði samkeppni um hönnun á Sundhöll Ísafjarðar og umhverfi hennar við Austurveg. Skipulags- og mannvirkjanefnd og íþrótta- og tómstundanefnd komi að forvinnu og þarfagreiningu fyrir samkeppnina. Sérstök áhersla verði lögð á útipotta og endurbætur á aðstöðu í víðu samhengi. Aðgengi, klefar, gufa og almenn íþróttaaðstaða yrðu til skoðunar í þessu samhengi og allt húsið og umhverfi þess.
Í júní 2015 vann Björn Hallsson arkitekt tvö minnisblöð fyrir tæknideild í framhaldi af ákvörðun bæjarstjórnar um ofangreinda hönnunarsamkeppni. Annað minnisblaðið fjallaði um tilhögun á samkeppni fyrir Sundhöll Ísafjarðar. Kom þar fram að gert væri ráð fyrir að þarfagreining færi fram fyrir verkefni í samvinnu við skipulags- og mannvirkjanefnd og íþrótta- og tómstundanefnd og samhliða færi fram gerð samkeppnisgagna að öðru leyti. Hitt minnisblaðið fjallaði um mögulega valkosti við lausn þess að í deiliskipulagi lóðar Sundhallarinnar er nýlegt ákvæði um umferð í gegnum lóðina.
Framvinda samkeppninnar skv. minnisblaði Björns er áætluð eftirfarandi:
1. Forvinna, þarfagreining og gerð keppnisgagna.
2. Samkeppni. (að undangenginni samþykkt samkeppnislýsingar)
3. Störf dómnefndar.
4. Úrslit og tilheyrandi gögn um niðurstöður.
Fram komu tímasetningar í minnisblaðinu sem miðuðust við að framkvæmdin tæki alls um 6 mánuði og að úrslit og sýning tillagna lægi fyrir í febrúar 2016.
Nú eru skipaðir fulltrúar Ísafjarðarbæjar í dómnefndina til þess að taka þátt í vinnunni við þarfagreiningu og undirbúningi í samstarf við nefndir bæjarins. Fullskipuð dómnefnd, með fulltrúum Arkitektafélagsins, mun svo ljúka við gerð samkeppnislýsingar og yfirfara fylgigögn og þarfagreiningu. Samkeppnislýsing er samþykkt og undirrituð bæði af útbjóðanda og Arkitektafélagi Íslands. Trúnaðarmaður samkeppninnar sem er milliliður milli dómnefndar og keppenda starfar meðan á samkeppni stendur og er tilnefndur af AÍ. Hann tekur við keppnistillögum og býr þær í hendur dómnefndar til að tryggja nafnleynd. Útbjóðandi leggur til ritara dómnefndar.
Tæknideild hefur nú látið vinna frumdrög að keppnislýsingu sem dómnefndarfulltrúar Ísafjarðarbæjar geta byrjað á að kynna sér og er ætlað að auðvelda störf þeirra.
Möguleikar eru á að skapa gott aðgengi að miklu rými á lofti Sundhallarinnar í hugsanlegum breytingum. Þar er um að ræða allt að 700 fermetra rými sem hefur nýst mjög takmarkað til þessa. Einnig er kostur á starfsmannaaðstöðu á 2. hæð, en þar er um 200 fermetra pláss. Án þess að gerð hafi verið kostnaðargreining má ætla að kostnaður við framkvæmdir gæti legið á bilinu 100-200 milljónir króna. Betra kostnaðarmat ætti að fást að lokinni þarfagreiningu."

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 7-1. Jónas Þór Birgisson gerir grein fyrir atkvæði sínu.
Kristín Hálfdánsdóttir sat hjá við atkvæðagreiðsluna.

 

   

5.  

Hátíðarnefnd í tengslum við 20 ára afmæli Ísafjarðarbæjar og 150 kaupstaðarafmæli Ísafjarðar - 2015090060

 

Forseti leggur til við bæjarstjórn að halda auka bæjarstjórnarfund þriðjudaginn 26. janúar kl. 12:30, í tilefni þess að 150 ár eru síðan Ísafjörður fékk aftur kaupstaðarréttindi, eigin bæjarstjórn og bygginganefnd.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

6.  

Nefndarmenn 2014-2018 - 2014020030

 

Í-listi leggur til að Erla Rún Sigurjónsdóttir taki sæti í umhverfis- og framkvæmdanefnd í stað Línu Bjargar Tryggvadóttur.

Í- listi leggur til að Lína Björg Tryggvadóttir taki sæti í Skipulags- og mannvirkjanefnd í stað Erlu Rúnar Sigurjónsdóttur.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Forseti ber tillöguna upp til atkvæða.
Tillagan samþykkt 9-0.

 

   

7.  

Frumvarp til laga um almennar íbúðir - 2015020078

 

Lagt er fram til umsagnar frumvarp til laga um almennar íbúðir (heildarlög), 435. mál.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Lagt fram.

 

   

8.  

Frumvarp til laga um húsaleigulög - 2015020078

 

Lagt er fram til umsagnar frumvarp til laga um húsaleigulög (réttarstöðu leigjenda og leigusala), 399. mál.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Lagt fram.

 

   

9.  

Frumvarp til laga um húsnæðisbætur - 2016010027

 

Lagt er fram frumvarp til laga um húsnæðisbætur, 407. mál.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.

Lagt fram.

 

   

10.  

Bæjarráð - 911 - 1512012F

 

Fundargerð 911. fundar bæjarráðs sem haldinn var 14. desember sl., fundargerðin er í 9 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

11.  

Bæjarráð - 912 - 1512016F

 

Fundargerð 912. fundar bæjarráðs sem haldinn var 21. desember sl., fundargerðin er í 8 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

12.  

Bæjarráð - 913 - 1601004F

 

Fundargerð 913. fundar bæjarráðs sem haldinn var 11. janúar sl., fundargerðin er í 13 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

13.  

Bæjarráð - 914 - 1601010F

 

Fundargerð 914. fundar bæjarráðs sem haldinn var 18. janúar sl., fundargerðin er í 12 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Daníel Jakobsson, Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Marzellíus Sveinbjörnsson, Arna Lára Jónsdóttir, Sigurður Hreinsson, Jónas Þór Birgisson, Kristján Andri Guðjónsson, Gunnhildur Elíasdóttir og Kristín Hálfdánsdóttir.

Daníel Jakobsson, bæjarfulltrúi leggur fram eftirfarandi bókun f.h. sjálfstæðismanna í bæjarstjórn:
"Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins harma það að Þroskahjálp hafi sett byggingu íbúða hér í bænum á byrjunarreit. Það kann þó ekki að þurfa að koma á óvart enda virðist áhugi bæjarins hafa verið afar takmakaður á því að veita málinu framgang og lítið verið aðhafst í því að gera verkefnið að veruleika.
Það er líka sérstakt að heyra haft eftir bæjarstjóra meirihlutans á BB.is
„Það var fjallað ítarlega um þetta í skipulagsnefnd og það náðist ekki pólitísk samstaða um þessa byggingu á þessari lóð“ Er ekki Í-listinn með hreinan meirihluta í bæjarstjórn og í lófa lagið að keyra þetta mál áfram."

Arna Lára Jónsdóttir, bæjarfulltrúi, leggur fram eftirfarandi bókun f.h. bæjarfulltrúa Í-listans, :
"Bæjarfulltrúar Í-listans harma líka að Þroskahjálp hafa dregið sig út úr uppbyggingu íbúða og þar með rift gildandi viljayfirlýsingu milli félagsins og Ísafjarðarbæjar.
Skipulags og mannvirkjanefnd hefur haft málið til vinnslu og það hefur verið til umræðu á fundum nefndarinnar. Reynt hefur verið að samræma sjónarmið Þroskahjálpar og Ísafjarðarbæjar eftir bestu getu og var komin hugsanleg lausn á borðið þegar Þroskahjálp ákvað einhliða að draga sig frá málinu, þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar félagsins. Það þykir okkur leitt og er ætlunin að taka málið aftur upp við stjórn Þroskahjálpar eins fljótt og verða má."

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

14.  

Atvinnu- og menningarmálanefnd - 129 - 1511027F

 

Fundargerð 129. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar sem haldinn var 14. desember sl., fundargerðin er í 2 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

15.  

Atvinnu- og menningarmálanefnd - 130 - 1601005F

 

Fundargerð 130. fundar atvinnu- og menningarmálanefndar sem haldinn var 12. janúar sl., fundargerðin er í 1 lið.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

16.  

Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 138 - 1512011F

 

Fundargerð 138. fundar barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum sem haldinn var 15. desember sl., fundargerðin er í 2 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

17.  

Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 139 - 1512021F

 

Fundargerð 139. fundar barnaverndarnefndar sem haldinn var 7. janúar sl., fundargerðin er í 1 lið.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

18.  

Félagsmálanefnd - 405 - 1601009F

 

Fundargerð 405. fundar félagsmálanefndar sem haldinn var 14. janúar sl., fundargerðin er í 6 liðum.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir og Jónas Þór Birgisson.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

19.  

Fræðslunefnd - 363 - 1512019F

 

Fundargerð 363. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 7. janúar sl., fundargerðin er í 7 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

20.  

Hátíðarnefnd - 3 - 1601007F

 

Fundargerð 3. fundar hátíðarnefndar sem haldinn var 12. janúar sl., fundargerðin er í 1 lið.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

21.  

Hátíðarnefnd - 4 - 1601012F

 

Fundargerð 4. fundar hátíðarnefndar sem haldinn var 19. janúar sl., fundargerðin er í 1 lið.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

22.  

Íþrótta- og tómstundanefnd - 164 - 1512020F

 

Fundargerð 164. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 6. janúar sl., fundargerðin er í 7 liðum.

 

Til máls tóku: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti og Kristján Andri Guðjónsson.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

23.  

Skipulags- og mannvirkjanefnd - 447 - 1512002F

 

Fundargerð 447. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 11. desember sl., fundargerðin er í 5 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

24.  

Skipulags- og mannvirkjanefnd - 448 - 1601001F

 

Fundargerð 448. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar sem haldinn var 13. janúar sl., fundargerðin er í 8 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

25.  

Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 23 - 1511023F

 

Fundargerð 23. fundar umhverfis- og framkvæmdanefndar sem haldinn var 10. desember sl., fundargerðin er í 3 liðum.

 

Til máls tók: Nanný Arna Guðmundsdóttir, forseti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:34

 

 

Nanný Arna Guðmundsdóttir

 

Kristján Andri Guðjónsson

Jónas Þór Birgisson

 

Arna Lára Jónsdóttir

Daníel Jakobsson

 

Marzellíus Sveinbjörnsson

Sigurður Jón Hreinsson

 

Kristín Hálfdánsdóttir

Gunnhildur Björk Elíasdóttir

 

Gísli Halldór Halldórsson

Þórdís Sif Sigurðardóttir

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?